22.7.2006 | 02:44
Föstudagur 21 júlí. 2006
Hæhæ.
Jæja nú erum við öll á uppleið í litlu þriggja manna fjölskyldunni. Elís Viktor orðin ekkert smá klár að hóla án hjálparadekka. Lísa María kann að snúa sér í hring á línuskautunum og ég er búin að læra að stoppa. Ég gafst upp á að býða endaleust eftir línuskautanámskeiðinu sem átti alltaf að vera á vegum Lauga. þannig ég bara skellti mér á línuskautana og notaði þrjóskuna, ÉG ÆTLA og viti menn, það tókst. Nú get ég farið niður nánast hvaða brekku sem er án þess að hugsa um hvort e-h grindverk taki á móti mér
. Seinni partinn í gær fór ég með börnin niður á höfn að skoða stæðstu skútu í heimi, það var ekkert smá gaman. Fræddi þau um seglin, masterin og fleira sem ég vissi um skútur, hvað er líkt og ólíkt með skútur og skip. Þeim fannst ég svo klár, vááá mamma af hverju veistu svona mikið um skip, þau sugu allt inn sem ég sagði þeim
. Ég fer reglulega með þau í sunnudagsbíltúr niður á höfn að skoða skipin og út á flugvöll að skoða flugvélarnar og borðum ís á meðan. þetta finnst þeim svakalegt sport. Við fórum einmitt í gær þegar við vorum búin að skoða skútuna niður á flugvöll. Ég er vön þessu frá því í æsku og hef alltaf haldið þessu eftir ég fór að eldast og áfram eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu, þessir bíltúrar gátu farið mjög í taugarnar á barnsföður mínum
. Nú kvartar engin
. Elís Viktor ætlar að vera flugmaður þegar hann verður stór, það er langt síðan hann ákvað það og stendur enn við það. Hann veit þónokkuð um flugvérar og gat frætt systur sína heilan helling um þær í gær. Ég var líka bara, bíddu bíddu er þetta litla barnið mitt að fræða stóru systur sína um flugvélar. Lísa María Sagði líka, mamma af hverju veit Elís Viktor svona mikið um flugvélar. Úr einu í annað............ Jói bróðir á afmæli á morgunn, sem er ekki frásögufærandi nema hvað. Í byrjun vikunnar var ég ekkert farin að heyra neitt frá fjölskyldunni varðandi e-h plan fyrir afmælið. Hann verður 25 ára þá er nú alveg must að gera e-h. Hann er enginn partý strákur, frekar jarðbundinn og rólegur, þannig ég vissi að það yrði ekki afmælispartý. Ég tók mig til og hringdi í fjölskylduna og stakk upp á að við fæum öll saman og fleiri til á Lækjarbrekku. Það var tekið vel í þessa hugmynd. Ég pannta borðið og sérstakan afmælisdesert og ýmislegt fl. sem átti að koma á óvart. Í dag föstudag, afmælið á morgunn laugardag, fór fólk að afboða sig. stendur þannig á hjá mörgum eins og gengur, margt í gangi yfir sumartímann. Það var ekki málið. Ég var búin að gera svo mikið leikrit í kringum þetta afmæli að það endaði með því að ég datt á bólakaf í djúpan skít. Ég er ekki að grínast. Ég var búin að bjóða Jóa bróður á fm forsýnungu á laugardaginn. ( hún var í kvöld förtudag, en ég snéri því yfir á laugardag, það er leikritið) Sagði honum að vera frekar fínn, af því fyrir sýningu ætti að vera kokteilboð og svo partý á Rex. Jú jú hann samþykkir þetta. Ég ætlaði svo að koma og ná í hann um 7, en fara með hann á Lækjarbrekku þar sem allir væru saman komnir og hann myndi gleyma bíó ferðinni af því þessi uppákoma var átti að vera stærri og meiri heldur en bíóferð. Þetta fína plan mitt breyttist í snittur og kökuboð heima hjá mömmu og pabba.... Ég er búin að hringja 770 símtöl upp á fm í dag til að redda miðum á sýninguna sem var í kvöld, en náði því miður ekki inn
. Þannig ég varð að segja Jóa bróður alla sólarsöguna svo hann yrði ekki fyrir vonbrygðum að fá kökur og snittuboð í staðin fyrir fína bíó kokteilferð sem var lýgi og átti aldrei að vera heldur út að borða. Til að bjarga mér fyrir horn, bauð ég honum að velja sér mynd í bíó og nammi á minn kostnað. Við erum semsagt að fara á Superman á morgunn. Sem betur fer tók hann þessu með jafnaðageði og hló ekkert smá mikið þegar ég sagði honum frá þessu, hann sá mig alveg í anda reyna redda öllu á síðustu stundu. Ég ætlaði að vera svo góð stóra systir, búin að undirbúa allt, tala við þjónana hvernig þetta ætti að vera og búin að búa til þvílíkt leikrit í kringum þetta. En svona er þetta. Það sem skiptir samt mestu máli er, allir eru heilir, við góða heilsu og við fáum tækifæri til að vera öll saman, það er fyrir öllu
. Jæja þetta er nú búin að vera meiri dagurinn eins og þið sjáið. Ætla fara að sofa. Ég ætla að fara á stokkseyri á morgunn í ævintýragarðinn með börnunum mínum og vera þar stóran part úr degi. Förum svo seinnipartinn í afmæli til Jóa bróður
. Heyri í ykkur á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.