25.7.2006 | 16:26
Þriðjudagur.25.júlí.2006
Hæhæ.
Loksins gefst mér tími til að setjast niður og skrifa blogg eftir helgina. það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér, nú er ég í smá pásu en þarf að rjúka eftir smá stund og halda áfram með vinnudaginn. Svo ég segi ykkur aðeins frá helginni, hún var svo skemmtileg. Á laugardaginn fékk ég Björmu Karen dóttir Rakelar og Stjána lánaða og fór með öll börnin í Töfragarðinn á Stokkseyri. Það var ekkert smá gaman. Áður en við lögðum af stað náði ég í sumarleik Latabæjar og lékum okkur í honum báðar leiðir, frábær leikur. Við vorum komin í Töfragarðinn rétt eftir hádegi og vorum fram að lokun kl.18. Ég hafði aldrei komið þarna áður og mun alveg örugglega leggja leið mína þangað reglulega eftir þetta. Það sem stóð mest upp úr hjá börnunum var hestaferðin, þau fengu að fara á hestbak, það var teimt undir þeim einn vænan hring. Eins og venjulega datt myndavélin í hendurnar á mér og losnaði ekkert fyrr en við fórum, þoli ekki þegar þetta gerist, hún bara límist við hendurnar á mér. Við vorum svo lengi í Töfragaðinum að við komum tæpum 2 tímum of seint í afmælið til Jóa bróður, DÓNAR GETUM VIÐ VERIÐ. Skellti í mig smá súkkulaði köku og rauk af stað í bíó með Jóa bróður. Ég var búin að lofa honum mynd af eigin vali í sárabætur fyrir að fara ekki í kokteil-bíó sem átti reyndar aldrei að vera, nenni ekki að útskíra það aftur. Hann valdi að fara á Súpermann sem hann fékk, og ekki nóg með það ,heldur bauð ég honum í VIP salinn, þá fylgir ótakmarkað magn af poppi og gosi hann var mjög sáttur
. Á sunnudeginum komu Rakel og Stjáni ásamt dætrum sínum í heimsókn, að sjálfsögðu fengu þau ilvolgt Bananabrauð. Stjána fannst það svo gott að hann nánast ummaði
. Karlmenn og matur alltaf eins
. Rakel var svo slöpp að hún hafði enga list, við Stjáni og aðalega Stjáni gerði í því að bjóða henni e-h og stríða henni. Ég var alveg hissa þegar hún afþakkaði góða Rauðvínið sem ég bauð henni
. Jæja nú verð ég að fara halda áfram með daginn, heyri í ykkur á morgunn. Reyni að láta myndir inn í kvöld. Á eftir að bæta við myndum frá 15 júlí og svo núna um helgina
. Nóg af myndum......
Athugasemdir
ööössss ég verð að fá þessa uppskrift hjá þér af þessu bananabrauði þínu haaaa... eru allir að missa sig yfir þessu... hehe - hey gaman að rekast á þig í smáralindinni sæta... ;o)
Ellý (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 09:26
Ekki málið elskan mín að fá uppskriftina. Ég þarf líka bara að bjóða þér í bananabrauð og jafnvel súkkulaði köku ef börnin verða hjá pabba sínum. Lísa María má nefninlega ekki fá neinar kökur. Ég baka rosalega góða súkkulaði köku;););).
Silla Ísfeld, 27.7.2006 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.