18.6.2007 | 14:51
Hér er ég;)
Hæ elskurnar
Jú hér er ég, og nei, ég er ekki hætt að blogga. Það er bara búiðað vera rosalega mikið að gera í vinnunni + tók ég að mér smá verkefni. Það er stundum ekki af mér skafið. Síðustu ár hef ég farið í sumarbústað í eina viku á sumrin, alltaf á sama stað. Mér hefur fundist vanta smá afþreyingu fyrir börn, örugglega hafa margir hugsað það sama sem hafa verið þarna, en engin gert neitt. Ég tók mig til og hringdi í hæstráðanda, sagði honum mína skoðun og kom með tillögur sem hann tók mjög vel í. Ég bauðst líka til að taka þetta verkefni að mér, ég þekkti vel hvað hentar hverju þroskastigi fyrir sig, myndi kaupa inn og koma öllu á leiðarenda. Hann bað mig um að senda sér tillögurnar í tölvupósti, því hann þyrfti að halda um þetta fund. Nokkru síðar hringdi hann í mig og sagði mér að þetta hefði verið samþykkt. Ég hef um þetta frjálst val og ótakmarkað fjármagn, en innan skynsemismarka. Síðustu daga er ég búin að þeytast eins og þeytivinda út um allan bæ og kaupa hitt og þetta, ossa gaman.
Við börnin skruppum aðeins upp í bústað í gær með það sem ég keypti, þeim finnst svo æðislegt að vera þarna. Vildu mikið frekar koma með mér austur, en að fara með pabba sínum og sambýliskonu hans í bæinn á 17 júní. Náði í þau degi fyrr, koma yfirleitt á mánudögum heim eftir pabbahelgi. Við brunuðum austur, gerði það sem ég ætlaði að gera, á meðan léku börnin sér í þessu æðislega veðri sem var í gær, svo var brunað aftur í bæinn.
Fór í barnaafmæli núna um helgina Alexander Ísak systursonur minn og guðsonur var e-h pirraður. Hvað gera frænkur þá. Leika við börnin og gera þau alveg brjáluð. Hann er 7 mánaða og er ný búin að uppgötva í sér röddina. Ég var búin að atast svo í honum og gera hann alveg brjálaðan. Hann gargaði bara út í eitt, það var komin svo mikill galsi í hann. "Amma sagði, Silla þú gerir barnið brjálað" Nei, nei hann var fljótur að gleyma því hvað hann var pirraður og komin í feiknarstuð. Svo þegar ég var næstum orðin heyrnalaus á báðum, skilaði ég honum til mömmu sinnar, mjög hentugt....
Heyri í ykkur sem fyrst.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.