21.6.2007 | 13:15
Golfsmiður með meiru;)
Hæ elskurnar
Fór í heimsókn til foreldra minna nú undir kvöld, viti menn rétt náði á þau. Nú er sumar eins og þið væntanlega vitið, þá eiga foreldrar mínir gjörsamlega heieima út á golfvelli. Þess á milli þegar pabbi, golfsmiðurinn sjálfur er að búa til heilu golfsettin, laga, stytta, gera við, lengja, skipta um sköft og guð má vita hvað hann gerir ekki. Það er svo mikil aukning af fólki í golfinu og brjálað að gera hjá pabba í golfsmíðinni, hann er stundum fram á nótt að gera við eða smíða heilu og hálfu golfsettin.
Ég er alveg laus við þessa golfdellu, er nánast alin upp úti á golfvelli, fannst það reyndar mjög gaman að fá að vera kaddý ( draga kerruna). Hef bara ekki þroskann í að stunda svona rólega íþrótt, en sem komið er. Veit ekki hvað annað ég get sagt.
Pabbi að stytta golfkylfu, skírteinin hans eru þarna fyrir ofan. Gleymi því aldrei þegar ég var unglingur og pabbi fór til Texas að læra golfsmíði, Það var ekki mjög vinsælt hjá pabbastelpum. En ég hafði þetta af og skil fullkomlega í dag tilganginn með þessu, enda er alveg brjálað að gera hjá honum.
Ef ykkur vantar að láta gera við, lengja, stytta búa til sett, ný handföng, ráðleggingar varðandi sett er ykkur velkomið að leita til hans. Hann heitir Eggert Ísfeld og er í símaskránni.......
Athugasemdir
Já veistu elskan mín, Elís Viktor er mjög líkur afa sínum, er alveg með beinabygginguna hans. Það er til mynd af pabba þar sem þeir Elís Viktor eru alveg skuggalega líkir. Elís Viktor er líka alveg ótrúlegur afa strákur og Lísa María líka, alveg ótrúleg afabörn.
Hlakka ótrúlega til að sjá þig í kvöld, og eiga með þér gott spjall á meðan börnin leika, alveg komin tími á ærlegt spjall hjá okkur.....
Lov jú baby.....
Silla Ísfeld, 22.6.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.