2.8.2006 | 00:33
Þriðjudagur.1. Ágúst. 2006
Hæhæ
Jæja nú syttist í verslunarmannahelgina, útlitið er ennþá þannig að ég fari ekki til eyja, það er engin að fara þangað sem ég þekki beint, ég á kunningja sem eru að fara þangað en maður fer ekki með hverjum sem er. Flest allar mínar vinkonur eru giftar eða eru búnar að vera í löngum samböndum. Ég á reyndar tvær vinkonur úr sitthvorri áttinni sem skildu á svipuðum tíma og ég, en eru báðar komnar í fast samband aftur. Þegar svona stendur á er fólk ekkert að fara í djammferðir til eyja. Ég skil það mjög vel. Fólk heldur örugglega að ég eigi ekki vini. Ó jú ég á vini, marga góða vini. Við hittustum frekar með börnin okkar, förum í sund, húsdýragarðinn, grillum saman, förum í sumarbústað og fl. Ég ætla samt að reyna aðeins betur, það hlýtur að vera e-h sem er að fara til eyja. Hver einasta fruma í líkama mínum hrópar á eyjar mig langar svo rosalega mikið til að fara. Annars er verið að pressa á mig að koma í Galtalæk, það er hringt í mig á hverjum degi, ætlaru að koma, ertu búin að ákveða þig
. Ég er að vonast eftir að e-h hringi í mig og tosi mig með til eyja. Það þarf nú reyndar ekki mikið að tosa, það liggur við að ég geti sett eyrnapinna í eyrun og flogið á þeim, bara á viljanum einum saman
. Vel á minnst um viljan. Ég fékk símhringingu núna um helgina frá vin sem þekkir mig mjög vel. Hann sagði mér að ég væri rosalega kraft mikil og viljasterk manneskja. Þegar liggur ekki alveg nógu vel á honum eins og gengur og gerist hjá öllum, nægir það honum að hugsa til mín, það gefur honum kraft og rífur sig upp og heldur áfram. Þetta er ekkert smá mikið hrós, að maður geti haft svona hvetjandi áhrif á fólk án þess að vera í kringum það eða tala við það
. Reyndar hefur þetta verið sagt við mig í ræktinni. Þar eru nokkrir sem koma reglulega til mín og segja mér að ég sé hvattning fyrir þau og að ég sé þeim til fyrirmyndar. Það er samt allt annað, þau þekkja mig ekki sem persónu, en þessi vinur er búin að þekkja mig í 16 ár. Ég ætti kannski að reyna nota viljan aðeins meira og hætta hugsa alltaf um skynsemina. Of mikil skynsemi getur hindrað okkur í að fá það sem við viljum, og ef við hlustum á hjartað fellur skynsemin niður. Því það getur komið fyrir að það sem hjatað segir, er ekkert alltaf skynsamlegt, en stundum veit maður það ekki, nema láta á það reyna. Kannski sjáum við eftir því, kannski ekki. Oft fer það eftir viðbrögðum annarra hvort það sé eftirsjá eða ekki. Smá útúrdúr
. Svo ég snúi mér að öðru. Helgin var æðisleg Tumi vinur Elís Viktors var hjá okkur yfir nótt, ekkert smá gaman börnin fengu að vaka til 12, það hefur ekki gerst síðan á gamlárskvöld
Á sunnudagsmorgninum fór ég með þau öll út í hjólatúr í tæpa 2 tíma. Þegar við komum til baka voru þau svo svöng að ég hefði getað gefið þeim hvað sem er og þau hefðu borðað með bestu list
. Lísa María fór til vinkonu sinnar sem býr á Kjalarnesi, þær höfðu ekki hist lengi, þvílíkir fagnaðarfundir. Næstu 3 vikur verður mikið ekið á milli, Grafarvogs og Kjalarnes, þangað til stelpurnar byrja aftur í skólanum, mikið fjör hjá þeim
. Jæja er að hugsa um að fara undirbúa morgundaginn og svo að sofa svo ég vakni fersk á æfingu
. Læt ykkur vita vonandi á morgunn hvað ég geri um verslunarmannahelgina. Mig langar svo, mig langar svo að lifta mér á kreik.... í eyjum
.
Athugasemdir
Hæ Silla mín.. gott blogg hjá þér stelpa ;o) Vildi bara þakka þér fyrir síðast og takk kærlega fyrir mig.. þetta bananabrauð þitt er ekkert SMÁ gott... gaman að hitta þig og yndislegu börning þín ;o) Heyrumst sæta.. Ellý
Elly (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 15:58
Já takk fyrir það ástin mín. Já ég ætti bara að fara markaðsetja þetta brauð mitt, það myndi alveg örugglega slá í gegn;)En já ástin mín það var ekkert smá gaman að hittast. Næst slekk ég á símanum, hann hefur ekki stoppað síðustu daga mesta furða að hann er ekki brunnin yfir;). Verðum í bandi sem fyrst elskan mín.
Silla Ísfeld, 2.8.2006 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.