Miðvikudagur. 2. Ágúst.2006

Hæ hæBrosandi

Jæja nú er það komið á hreint ég fer ekki til eyjaGráta. Ég fer í Galtalæk með börnin mín, ég fór með þau í fyrra og hittifyrra þannig þetta er að verða hefð hjá okkur. Ég mun örugglega fara næst líka, kæmi mér ekki á óvartGlottandi. Ég kaupi miðan eftir hádegi á morgunn og segi börnunum mínum frá þessu seinnipartinn. Þau verða ekkert smá glöð við þekkjum líka svo marga sem eru að fara þangað, þetta verður stuð. OOHHHH mig langar samt svo rosalega mikið til eyja. Þegar ég er búin að kaupa miðann eftir hádegi á morgunn, ætla ég ekki að voga mér að hugsa um eyjar. Það var meira að segja húrra hróp þegar ég sagðist ætla í Galtalæk, það verður mjög gaman hjá okkur. Hlustað á tónlist, spilað, grillað, farið í leiki og svonaGlottandi. Úr einu í annað var ég búin að segja ykkur frá því Ellý vinkona kom í heimsókn á mánudaginn. Símarnir stoppuðu ekki á meðan og hafa reyndar ekki gert síðan, hún var farin að spyrja hvort símarnir væru ekki bara bilaðirGlottandiBrosandi. Ég reyndi að hafa þessi símtöl sem allra styðst en stundum er þetta svona, það bara stoppa ekki símarnir. Eftir þessi orð, þorir enginn að hringja í mig, jú jú endilega hringiðiGlottandi. Eftir verslunarmannahelgi ætla ég að þræða búðirnar í leit að baðherbergisflísum, reyna nota þessar útsölur á meðan þær eru. Mér finnst ég aldrei gera neitt á þessu heimili, en þegar Rakel og Stjáni komu sá ég að það er nú öðru nær. Ég er búin að taka niður forljótu skóhilluna á ganginum sem var þegar ég flutti inn, kaupa mér nýtt sófasett, losa mig við hillusamstæðuna í stofunni, mála alla íbúðina, kaupa hillur og kommóðu inní barnaherbergin, yfirdekkja borðstofustólana svo eitthvað sé nefnt. Næsta skref er að taka baðherbergið í gegn og tölvuherbergið samhliða því, helst herbergið hennar Lísu Maríu líka, langar að breyta því aðeins. Þarf líka að losa mig við stofuborðið og sjónvarpskápinn. Ætla annað hvort að fá mér eik eða beiki ég er öll í þessu ljósa og bjarta. Þetta er svo gaman að gera svona fínt hjá sérUllandi, Þarnæst verður það vonandi eldhúsinnréttingin sem fær að fjúka. Ég tek það fram, ég geri þetta ekki allt í einu, bara smám saman. Þetta er markmið næstu 6-12 mánuðina. Eldhúsinnréttingin kemur örugglega ekki fyrr en á næsta ári..... Er þessi upptalning ekki frábær fróðleikur, bara aðeins að leifa ykkur að vera meðUllandiGlottandi. Jæja elskurnar þið sem farið úr úr bænum á morgunn, góða ferð og í guðanabænum fariði varlega, gangið hægt inn um gleðinnar dyr og allt það. Ég ætla fara að sofa svo ég vakni hress á æfingu, heyri í ykkur hinum á morgunnGlottandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öööösss já þessir símar þínir voru nú eitthvað kreisí þetta kvöld hehe... En þið eigið eftir að hafa það rosa gott í galtalæk, efast ekki um það.. ;o) bið að heilsa börnunum og takið nú einn snúning f. mig á dansgólfinu :o) Heyrðu bakaði ég ekki bara bananabrauðið í gær.. og á ég ekki bara bókina heima eins og ég hélt hehe... heppnaðist líka svona vel hjá mér.. ;o) Jæja við kannski heyrumst eftir helgi sæta mín.. þá verð ég öööörugglega með eitthvað slúður.. ef þú veist hvað ég meina tíhíhíhíhí... Kv, Ellý

Ellý (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 09:49

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Híhíhí já við skulum taka snúning fyrir þig ekki vandamálið;). Dugleg ertu að skella þér í bakstur snilli mín:). Ó já, við heyrumst strax eftir helgi, ég býð spennt eftir sögum helgarinnar;)

Silla Ísfeld, 3.8.2006 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband