29.6.2007 | 15:00
Endurnærð eftir gott frí;)
Hæ elskurnar Komin heim eftir viku frí í sumarbústað, það var 20-25 stiga hiti allan tímann. Börnin eru ekkert smá brún, mætti halda að þau væru að koma frá spáni. Þetta var ekkert smá næs, heitipotturinn var vel nýttur og grillið vel notað, ossa gott. Notuðum tækifærið og fórum í Dýragarðinn Slakka sem er 30 mínútur frá bústaðnum sem við vorum, alveg ómissandi að fara þangað. Fórum líka á Gullfoss og Geysir, alltaf gaman að koma þangað. Annars vorum við mestmegnis í bústaðnum og höfðum það notarlegt með gestunum okkar, það var mikið um gestagang og höfðum næturgesti allan tímann. Að sjálfsögðu fórum við svo í vatnslaginn sem við förum í á hverju ári, þá er ég með vatnsslöngu og reyni að sprauta á börninn, heitipotturinn er stikk. Getið rétt ímyndað ykkur stuðið. Fullorðna fólkið hafði vit á að halda sig innandyra og fylgjast með út um gluggann, enda hefði ég tekið þau með í leikinn, og sprautað á þau líka, hefðu þau komið út. Púki!!! Já ég veit. Ætla halda áfram að ganga frá eftir ferðina, heyri í ykkur........ |
Athugasemdir
Silla Ísfeld, 29.6.2007 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.