4.8.2006 | 00:15
Fimmtudagur.3. Ágúst.2006
Hæhæ
Ég hef nú aldrei lent í öðru eins, þetta er nú varla frásögufærandi. Börnin mín eiga gæludýr, Lísa María á páfagauk sem er æðislegur hann er svo mikill karakter og Elís Viktor á gullfiska. Þau sjá alveg um dýrin sín sjálf nema ég sé um að hreinsa búrin og kaupa mat fyrir blessuð dýrin. Á laugardaginn síðasta voru börnin búin að safna sér pening og langaði til að kaupa ýmislegt fyrir dýrin sín. Lísa María keypti dót fyrir júlíus ( pafagaukinn) en Elís Viktor keypti sér fleiri fiska, svo Kalli á þakinu ( gullfiskurinn) myndi eignast vini. Hann var nefninlega bara einn í búrinu. Hann keypti sér 2 gullfiska í viðbót, einn appelsínugulann sem heitir Brói og annan fjólubláan sem heitir Maríus. Nú kemur það skrítna.... Í dag þegar ég kíkti á fiskana vantaði Maríus
, já hann er horfinn. Þetta er lítið fiskabúr, ekki erfitt að leita í því þannig ég var nú frekar fljót að finna það út að blessaður fiskurinn er ekki í búrinu, hvorki lifani eða dáinn. Ég er búin að tala við börnin mín, þau tóku ekki fiskinn úr fiskabúrinu enda myndi ég ekki trúa þeim til þess. Þau hugsa voða vel um dýrin sín enda er fiskurinn svo sprettharður að ég efart um að þau hefðu náð honum án þess að ég heyri nokkuð eða fatti. Ég er líka búin að tala við barnapíurnar mínar sem eru 2 bestu vinkonur, þær skilja ekkert í þessu, og segja að börnin hafi ekkert verið að leika sér í fiskabúrinu enda gera þau það aldrei. Elís Viktor gefur þeim að borða og spjallar við þá annað ekki. En Það er nú nokkuð ljóst að fiskurinn fer ekki sjálfur upp úr búrinu.... Nema að kuðungurinn sem er í búrinu sé orðin fiskæta sem ég efast um, hann er reyndar stórfurðulegur búinn að tvöfaldast í stærð síðan ég sá hann síðast. En það væri nú frekar langsótt. Ég er bara að láta mér detta e-h í hug, skil ekki hvað hefur orðið um vesalings fiskinn. Jæja úr einu í annað, einn dagur í brottför
. Ég hlakka ekkert smá til, búin að kaupa allt og segja börnunum mínum að við séum að fara. Ótrúlegt hvað þau muna, Lísa María var að rifja það upp þegar við horfðum á brennuna og flugeldana í fyrra, hafi ég verið að búa til blómakrans á höfuðið á þeim. Það er svo gaman þegar börnin fara að muna svona aftur í tímann og rifja það upp með manni, þá sér maður svo vel hvernig þau líta á hlutina og hafa upplifað þá
. Bróðir minn ætlar að nota tækifærið og vera í íbúðinni minni yfir helgina. það finnst mér léttir, það er svo mikið um innbrot um þessa helgi ár frá ári. Jæja dúllurnar mínar heyri í ykkur á sunnudaginn, ætla koma heim þá, það væri nú gaman að kíkja einn dag til eyja
. Ég fer í ræktina eins og vanalega í fyrramálið og held svo af stað út úr bænum. Heyri í ykkur á sunnudaginn ég mun taka nóg af myndum til að sýna ykkur af fullorðna fólkinu
. Góða ferð elskurnar þið sem eruð að fara, en hafið það öll sem allra best þangað til ég heyri í ykkur næst
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.