7.8.2006 | 01:34
Sunnudagur. 6. Ágúst.2006
Hæhæ
Jæja þá er ég komin heim eftir vel lukkaða útilegu með barnsföður mínum og börnum. Já hann barnsfaðir minn fór með okkur, þar sem hann hefði annars verið í Reykjavík með börnin þá bara reif ég allt liðið í Galtalæk. Ég þekkti nokkra sem voru að fara þangað. Besta vinkona Lísu Maríu var þarna sem var algerlega óvænt ánægja, hún er flutt á Akranes, þær voru eins og samlokur allan tímann
. Tumi besti vinur Elís Viktors var þarna líka. Ég reyndar vissi af því, við mömmurnar vorum búnar að vera í sambandi upp á að tjalda á sama stað, þau höfðu aldrei komið í Galtalæk áður en þetta var þriðja skiftið mitt og barnanna, þannig ég vissi hvar væri berst að tjalda
. Við fengum fínt veður, það var aðeins úði öðru hvoru nema yfir blá næturnar þá rigndi mjög mikið. Við létum það ekkert á okkur fá, enda með allar græur,pollagalla, tjaldhitara, prímus sem er ómissandi að geta fengið sér heitt kaffi og hafragraut (ekki saman
) og bollasúpur fyrir börnin, Lísa María má ekki fá kakaó , þannig bollasúpa er notuð til að koma hita í kroppinn
. Ef þið eruð að fiska eftir því hvort við barnsfaðir minn erum að taka saman aftur, þá er það ekki einu sinni 1 á móti 1000. Við erum bara góðir vinir og höfum verið allan tímann frá því við skildum eftir 13 ára samband. Það eru komin 2 ár síðan við skildum og erum fínir vinir, nauðsynlegt barnanna vegna og okkar líka. Stundum slettist alveg uppá vinskapinn og förum alveg heiftarlega í taugarnar á hvort öðru en það tekur nú yfirleitt fljótt af. Jæja nóg komið um barnsföður minn, vildi bara koma í veg fyrir allan misskilning. Ég tók ekki eins mikið af myndum eins og ég ætlaði mér
. Batteríið kláraðist, ég var alvarlega að hugsa um að bruna í Reykjavík, hlaða vélina og aftur í Galtalæk, en það var kæft í fæðingu enda bara rugl
. Ég náði samt að taka þónokkrar myndir aðalega af börnunum en nokkrar fyrir ykkur. Hefði viljað eiga mynd af því þegar Elís Viktor labbaði að Gunna í Skímó og spurði hvort hann væri kúreki. Gunni var með stóran kúrekahatt á hausnum. Hann átti ekki alveg von á þessarri spurningu og vissi eiginlega ekki hverju hann ætti að svara, en svaraði því til að hann væri það þetta kvöld. Við vorum svo farin upp í tjald þegar skímó byrjaði að spila þannig börnin sáu þá ekki. Jæja myndavélin er að hlaða sig, læt myndirnar inn á morgunn. Ég verð nú alveg að játa það, ég er pínu þreytt eftir helgina, við vorum rosalega mikið úti.................. Heyri í ykkur á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.