7.7.2007 | 23:10
Alveg merkilegt;)
Hæ elskurnar
Smá svona um vogina til gamans, alveg merkilegt hvað þetta passar vel við mig.
Vogir vekja oft rómantískar tilfinningar og þykja kynþokkafullar, enda klæða þær sig oft djarflega og tælandi. Einna mest áberandi í fari þeirra er þó hvað þær eru blátt áfram og óþvingaðar, enda er Vogin merki félagslegra samskipta. Þær eru gæddar miklum persónutöfrum en eru oft dular og vilja ekki bera vandamál sín á torg og þær eiga líka oft erfitt með að taka ákvarðanir. Engu að síður er þeim mikið í mun að ná markmiðum sínum, hvort sem það er félagslega eða í samböndum, t.d. hjónabandi. Vogin er í eðli sínu diplómatísk og mikill sáttasemjari og á auðvelt með að lægja öldur. Vogir hafa sterka réttlætiskennd, en þola illa háværar deilur og ósamlyndi af öllu tagi. Þær vilja mjög gjarnan fá að vita að þær séu mikils metnar og eiga bágt með að vera einar. Þess vegna velja þær sér oft störf, þar sem mannleg samskipti eru í fyrirrúmi, og Vogin nýtur sín einkar vel í opinberu starfi. Voginni hættir til að gera öðrum hærra undir höfði en sjálfri sér og mætti gjarnan tileinka sér meiri sjálfsþekkingu og ýtni, ekki síst ef hún ætlar að ná frægð og frama.
Er samt ekki sammála þessu með að vera ein, búin að vera ein í 3 ár, og finnst það ekkert mál. Það passar samt ekki aaalveg við mig, enda er þetta bara tímabil, en ekki til frambúðar. Varðandi vinnu passar þetta hinsvegar alveg. Gæti aldrei í lífinu verið á vinnustað þar sem ég er ein, verð að hafa fólk í kringum mig, því fleiri, því betra...... Það verður helst alltaf að vera gerast eitthvað í kringum mig,og verð helst að taka þátt í því öllu. Ef ég á ekki uppástunguna af því sjálf, þá er ég oftast með í ráðunum, og ef ekki, þá baaara fylgi ég með. Allir þurfa félagsskap, en vogin þrífst á honum.....
Sjálfsþekking, á nóg af henni, en vantar stundum að vera pínu ýtnari, það er alveg satt. Ég er svo kurteis, kann ekki við að vera með neina frekju.
Heyri í ykkur elskurnar......
Athugasemdir
Já ekki skrítið, ég er náttúrlega aaalveg æðisleg.
Silla Ísfeld, 9.7.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.