11.7.2007 | 19:53
Frábært comment;)
Hæ elskurnar
Bjarma Karen frænka okkar sem býr í Noregi er á Íslandi þessa dagana. Fékk hana lánaða yfir dag í gær, þurfti að snúa nokkra hringi uppá hendurnar á afanum til að fá hana lánaða. Nei, nei ég er að fíflast, en hún verður bara hér í nokkra daga svo er hún farin út og kemur ekki aftur fyrr en eftir ár........ Við skelltum okkur í sund í góða veðrinu í gær, var alveg sárbeðin um það, spenntar greipar og allur pakkinn. Að sjálfsögðu skelltum við, Lísa María og Bjarma Karen okkur í sund. Skemmtum okkur alveg ótrúlega vel, fórum örugglega 770 ferðir í rennibrautina, ossa gaman. Áður en ég fór í sund gleymdi ég að taka af mér maskarann, fór svo í rennibrautina og að sjálfsögðu lenti ég í bólakafi eftir fyrstu bununa. Ég spurði Lísu maríu og Björmu Karen hvort ég væri nokkuð öll svört í framan, ( maskarinn hefði farið út um allt) nei, nei, hann hafði ekki gert það, svo sagði Bjarma Karen " Ertu með maskara eða hvað? Já, "ertu að fara í partý híhíhíhí, ótrúlega fyndið" En mér fannst þetta frábært comment, til hvers að vera með maskara ef maður er ekki að fara í partý. Ég held að flestar eldri en 14 ára og jafnvel yngri, eigi svar fyrir sig.
Sætar frænkur, nýkomnar úr sundi.
Frændsystkynin 3, Lísa María nýbúin að slasa sig, og ennþá frekar döpur greygið. Náðum í Elís Viktor í leikskólann eftir sundið og héldum áfram með æðislegan dag.
Svo sæt á þessari mynd, sekúntu eftir þessa myndatöku sagði Elís Viktor " Mamma keyrðu nú af stað". Erum út í bíl fyrir framan leikskólann, varð aaaðeins að krýpa í myndarvélina, þau voru svo sæt þarna afturí öll í klessu.
Heyri í ykkur elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.