11.8.2006 | 01:03
Fimmtudagur. 10. Ágúst. 2006
Hæhæ
Ooohhh mikið rosalega var ég hrædd áðan, það munaði engu að ég hefði pissað niður. Ég þurfti að fara á mjög skuggalegan stað núna seint í kvöld. Vá hvað ég var hrædd. þegar ég kveikti ljósin sprungu perurnar í ljósinu og komu neistar, allt svo dimmt og drungalegt. Ég er svo mirkfælin og hef alltaf verið, en hef reynar lagast mikið eftir að ég átti börnin, þegar að ég þurfti að æxla ábyrgð á öðrum, þá þarf ég að vera svo sterk. Ég þoli ekki svona mirkur eins og er farið að koma núna, þá kemur mirfælnin alltaf upp. Tala nú ekki um þegar börnin eru hjá pabba sínum. Ég á það til að sofa með allt kveikt, en finn lítið sem ekkert fyrir þessu þegar börnin eru heima. Á svona stundum myndi ég vilja eiga mann sem passar mig
. Það er góð ástæða fyrir þessarri mirkfælni minni, úr æsku. (Ekki misnotkun, tek það skýrt fram.) Úr einu í annað mér til mikillar ánægju uppgötvaði ég, að ég get tekið ávaxta myndirnar af flísunum í eldhúsinu. Þetta voru bara límmiðar eftir allt saman. Ég er byrjuð að rífa límmiðana af og ætlaði mér að gera það í einum grænum. Nei, nei þetta er ekki verk sem maður gerir í hvelli, maður er endalaust að skafa þetta drasl. Ég er hálfnuð, engin smá munur. Ég ætla svo núna um helgina að versla baðherbergisflísarnar og það sem til þarf í flísalagningu, vinda mér svo í verkið eftir 2 vikur. Hlakka ekkert smá til
. Yfir í enn annað Aníta vinkona kom í heimsókn seinnipartinn með strákana sína tvo. Hvað haldiði, hún vissi alveg hvaða helgi er núna. Já hún reif mig með sér á djammið og tókst með herkjum að ná mér. Nei bara að grínast, ég sagði já í hvelli, frekar en ekki hvað, auðvitað fer ég með henni, til er ég
. Ég er meira að segja að spá í að fá mér í glas. Ætla svo í Blá lónið á laugardaginn og vera þar þangað til ég er vel soðin eins og rúsína, fara þá að skoða flísar.... Er þetta ekki gott plan
. Heyri í ykkur.... Já þið fáið myndir
Athugasemdir
Hæ elskan, hlakka geggjað til að sjá myndir:D Vona að þú hafir skemmt þér vel um helgina. Skrítið að þú hafir alltaf verið svona myrkfælin því þú hefur alltaf verið mín stoð og stytta hvort sem það kemur að myrkri eða vondu veðri... alltaf leyfðirðu mér að skýla mér á bakvið þig:P Love ya girl:X
Elísabet
Elísabet T. (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 10:30
Híhíhí já ég get ekki gleymt því þegar ég skýldi þér í vondu veðri, en svona hefur þetta sammt alltaf verið. Ég virðist sammt öðlast styrk þegar ég þarf að passa aðra, þá finn ég ekkert fyrir myrkfælninni. Ég hef oft hringt í mömmu og pabba 3 og 4 á næturnar. Jói bróðir þurfti meira að segja að koma til mín 2 um nótt fyrir svona 1,5 ári síðan ég var bara að drepast úr hræðslu, en þá var það út af manni sem ég þekki ekki neitt sem var farin að fylgjast með mér. En svona er þetta ástin mín, þú hefur örugglega vitað að ég er myrkfælin, þetta er búið að vera svo stór partur af lífi mínu. Ég ræð betur við þetta núna, sýðast þegar ég hringdi í mömmu og pabba var það fyrir þessu 1,5 ári, þó það hafi gerst mikið meira þá tala ég um það daginn eftir eða ekki neitt. Eins og mér er einni lagið að tala ekki um hlutina... Ég er sammt bún að taka mig á í því, æfingin skapar meistarann:)Kíki á þig um helgina ástin mín...
Silla Ísfeld, 13.8.2006 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.