15.7.2007 | 20:39
Brjálæðislega var gaman hjá mér um helgina;)
Hæ elskurnar
Við Jói bróðir kíktum á Akureyri um helgina, brjálæðislega var gaman. Held ég hafi ekki misst úr einn einasta pissustað á leiðinni norður, það bara fylgir og er partur af stemningunni. Jói bróðir keyrði norður, rétt áður en við slefuðum inn á Akureyri vorum við stoppum af löggunni. Ekkert alvarlegt mældist í rauninni á djók hraða. Þegar við komum á Akureyri var ég orðin svo svöng, ákváðum að fara á einn skyndibitastaðinn. Sá mikið eftir því að hafa farið á þennan stað þegar ég var búin að borga, í staðin fyrir að fara á stað sem er ekki í Reykjavík t.d Bautann. Hef farið á Greifann, mig langaði ekki þangað aftur, samt mjög fínn matur þar, langaði bara að prófa eitthvað nýtt.
Til allrar hamingju var maturinn eitthvað skrítinn á þessum stað sem við fórum, hrísgrjónin hörð og föst saman, og ofboðslega skrítið bragð af grænmetinu. Ég sagði afgreiðslustelpunni frá þessu, hún smakkaði matinn minn og var alveg sammála mér, þetta var e-h skrítið. Fékk endurgreitt og fór á bautann. Geðveikislega góður maturinn þar, starfsfólkið fékk líka alveg að vita hvað maturinn hjá þeim var góður, æðislegt fólk og frábær þjónusta, fer pottþétt þangað aftur. Starfsfólkið á hinum staðnum var líka alveg frábært, fer líka þangað aftur. þetta var bara einstakt tilfelli, sem kom sér mjög vel, þar sem mig langaði svo á Bautann, heppinn ég.
Að þessu loknu fengum við okkur að sjálfsögðu Brynju-ís og keyrðum um aaalla Akureyri. Mér finnst þetta æðislegur bær. Ég er staðráðin í að næsta sumar ætla ég að reyna fá sumarbústað þarna og vera í eina viku og skoða bæinn enn betur, ekki spurning. Svo ég haldi nú áfram með söguna, þá vorum við Jói bróðir nánast eins og túristar. Tókum þvílíkt mikið af myndum, sem var ekki erfitt, því Akureyri er svo fallegur bær, og þvílíka útsýnið yfir bæinn frá Akureyrarkirkju. Jói bróðir var e-h að taka myndir af mér við kirkjuna, það var komið kvöld og farið að kólna verulega. Ég var að frjósa úr kulda og skalf eins og hrísla í bol og stuttum sumarkjól, á meðan útlendingarnir sem voru þarna voru í úlpu og með húfu, svo stríddu þeir mér bara af því mér var svo kalt. Sem var bara hitabreytingin, það var búið að vera svo heitt um daginn, þarna var komið kvöld.
Túristarnir að stríða mér.
Á leiðinni til Reykjavíkur keyrði ég bílinn hans Jóa, sjálfskiptur og geðveikur kraftur í honum. Komum við á Blönduósi, reyndar á leiðinni norður líka, en þá bara til að pissa. Á leiðinni heim kom ég við á snyrtingunni að sjálfsögðu, en í þetta skiptið ákváðum við að keyra svolítið um Blönduós. Maður keyrir alltaf einhvernvegin í gegnum Blönduós, en stoppar aldrei þar. Maður er alltaf annaðhvort að flýta sér á afangastað sem liggur í gegnum Blönduós, eða í bæinn aftur. Í þetta skiptið ákváðum við að skoða bæinn. það vakti líka forvitni mína hvað var mikið af fólki þarna, þá var í Húnavaka í gangi sem stóð yfir alla helgina.
Þegar ég var e-h að skoða þarna um, keyrði ég löturhægt upp brekku sem var þarna svo ég gæti náð góðri mynd yfir bæinn. Jói vissi ekkert hvað ég væri að gera með að vera drolla svona, og orðin frekar þreyttur að komast ekki hraðar en á 10 upp brekkuna. Kemur hann ekki með eitt commentið enn, getur stundum alveg drepið mig úr hlátri. " Silla! eftir því sem mig minnir best er bensíngjöf á bílnum" Ég ætlaði ekki að geta haldið á myndavélinni, ég hló svo mikið. Hann getur verið svo fyndinn, hlutirnir detta bara út úr honum. Ca klukkutíma síðar var ég að koma upp úr göngunum, búin að vera voða stillt og góð, myndavélar út um allt og hámarkshraði 70 km, var farin að langa komast pínu hraðar. Seig bensíngjöfina í botn, aðeins að testa kraftinn, vááá maður, Jói bróðir varð næstum eftir á götunni, krafturinn í bílnum shit maður. Þá kom " Heldurðu að þú sért á kvartmílu bíl eða hvað híhíhí" þessi comment eru að sjálfsögðu öll sögð í gríni, hann er ekki að vera leiðinlegir. Hlægjum eins og vitleysingar af þessum commentum, nauðsynlegt að hafa húmorinn í lagi......
Þetta var geðveik ferð í alla staði. Nú er ég ekki með börnin mín í heila viku, ég ákvað að gera e-h sem ég annars myndi ekki gera ef börnin væru heima og það gerði ég. Ég myndi ekki fara í dagsferð til Akureyrar með börnin, þetta er svo löng keyrsla, þau yrðu bara pirruð og leið. Ég er svo mikil bíladellukerling að ég læt svona langa keyrslu ekkert fyrir mig, hvað þá þegar maður fær að keyra svona kraftmikinn bíl.
Við Jói vorum komin heim um eitt leitið í nótt. Rétt fyrir 2 hringir Friðrika vinkona og reyndi að draga mig á djammið, sem henni tókst að lokum. Siggi og Friðrika náðu í mig, og í aftursætinu beið mín ískaldur bjór og upptakkari, bara eins og í limmó, engin smá flottheit. Við skunduðum heim til þeirra, skiluðum bílnum svo Siggi gæti líka fengið sér bjór, og þrykktumst öll á Ólíver, ossa gaman. Takk innilega fyrir mig, Jói minn, siggi minn og Friðríka mín.....
Jæja elskurnar þvílíka bloggið, vona þið hafið nennt að lesa þetta.
Athugasemdir
Skemmtileg ferðasaga .
Halldór Sigurðsson, 15.7.2007 kl. 20:54
Takk fyrir það, þetta var ótrúlega gaman.....
Silla Ísfeld, 15.7.2007 kl. 21:10
Ahahaha en fyndið er einmitt að hlaða inn myndum. Þetta er svo mikið að myndum sem ég er með. Ætla reyna láta nokkrar á hverjum degi, annars verð ég aldrei búin að þessu. Bæði eru þetta ferðalög og djammmyndir, komin tími til að sýna eitthvað af þessu....
Silla Ísfeld, 16.7.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.