13.8.2006 | 23:04
Sunnudagur.13. Ágúst 2006
Hæ hæ
Mikið rosalega átti ég góða helgi. Í stórum dráttum fór ég út að djamma á föstudaginn, fékk mér í glas
og skemmti mér rosalega vel. Jói bróðir var meira að segja bílstjóri fyrir mig, sagði já í hvelli þegar ég bað hann, ég á svo góðan bróður
. En þessarri þörf minni var svalað að fara út á lífið, dansaði reyndar ekki neitt, aldrei þessu vant. Þannig dansþörfinni var ekki svalað eins og ég er mikið fyrir að dansa, koma tímar, koma ráð. Úr einu í annað vitiði ég keypti geggjaðar flísar á baðið og tölvuherbergið, þær eru illa geðveikar. Ég hlakka svo til að leggja þær, mig langar að gera það strax
. Þær eru æði, æði, æði. Ég ætla samt að bíða og gera þetta næstu pabbahelgi sem er eftir 2 vikur, það er ekkert vit í neinu öðru. Ég var sammt að ákveða fyrir svona 5 mínútum síðan að mála baðherbergið áður en ég flísalegg. Ætla að gera það á miðvikudaginn, það er rosalega lítið sem þarf að mála það eru eiginlega flísar á öllum veggjum nema 1,5 og loftinu þannig ég verð snögg að þessu
. Ég hlakka svo til og það er svo erfit að bíða. Ég get verið fröken fljótfær í svona málum, vil drýfa allt af í hvelli, nenni ekki neinu hangsi
. En í örum málum þarf ég að vega allt og meta. Svona er vogin, ég er svo 100% vog að það hálfa væri nóg. Minnir mig á, Það styttist í afmælið mitt 29. september
. Rosalega er tíminn fljótur að líða. Jæja ætla að hlaða inn myndum fyrir ykkur, læt svo meira inn á morgunn gaman, gaman
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.