Mánudagur.14. Ágúst.2006

Jæja jæjaBrosandi

Ætla ekki allir með börnin sín í Latabæjar-maraþon á laugardaginn, það ætla ég að geraBrosandi. Ég er meira að segja löngu búin að skrá börnin í hlaupið. Þetta verður mikið fjör, Íþróttaálfurinn kemur og hitar upp með börnunum áður en lagt verður af stað. Svo á meðan eða eftir hlaupið, eru Jónsi og félagar að spila. Það er vel við hæfi þar sem Jónsi er nú svoddan Íþróttaálfur með ótæmandi orku virðist stundum veraBrosandi. Ég veit sveimér ekki hvor er sprækari Íþróttaálfurinn sjálfur eða JónsiUllandiGlottandi. Yfir í annað, annað kvöld ætla ég að byrja undirbúa málningarvinnuna á baðinu, flýta fyrir mér. Ég ætla koma því þannig fyrir að ég verði í fríi fyrripartinn á miðvikudaginn og mála þá. Í staðin vinn ég langt frameftir, það er í lagi fyrst þetta er miðvikudagur, þá kemur það ekki niður á börnunum mínum. Ég er svo snnniiiiiiðug, þetta er allt útpæltGlottandi. Það er engin smá munur á eldhúsinu eftir að ég tók niður ávaxta límmiðana. Lísa María var ekki alveg sátt við mig, hún vildi hafa þá. Nú eru samningar í gangi á milli mín og Lísu Maríu. Ég er búin að segja henni að ég ætli að fara mála herbergið hennar, það fyrsta sem hún sagði... EKKI HVÍTT ákveðin í því, íbúðin er öll hvít. Hún vil hafa herbergið sitt rautt. NEI TAKK FYRIR... ÉG MÁLA HERBERGIÐ EKKI RAUTT.... Ég er að reyna semja við hana að hún fái rauða púða í staðin fyrir rauða veggi. Hún er að melta þaðBrosandi. Alveg ótrúleg....... Jæja ætla að láta inn fleiri myndir af helginniGlottandi....... Heyri í ykkur á morgunn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband