14.8.2006 | 23:22
Mánudagur.14. Ágúst.2006
Jæja jæja
Ætla ekki allir með börnin sín í Latabæjar-maraþon á laugardaginn, það ætla ég að gera. Ég er meira að segja löngu búin að skrá börnin í hlaupið. Þetta verður mikið fjör, Íþróttaálfurinn kemur og hitar upp með börnunum áður en lagt verður af stað. Svo á meðan eða eftir hlaupið, eru Jónsi og félagar að spila. Það er vel við hæfi þar sem Jónsi er nú svoddan Íþróttaálfur með ótæmandi orku virðist stundum vera
. Ég veit sveimér ekki hvor er sprækari Íþróttaálfurinn sjálfur eða Jónsi
. Yfir í annað, annað kvöld ætla ég að byrja undirbúa málningarvinnuna á baðinu, flýta fyrir mér. Ég ætla koma því þannig fyrir að ég verði í fríi fyrripartinn á miðvikudaginn og mála þá. Í staðin vinn ég langt frameftir, það er í lagi fyrst þetta er miðvikudagur, þá kemur það ekki niður á börnunum mínum. Ég er svo snnniiiiiiðug, þetta er allt útpælt
. Það er engin smá munur á eldhúsinu eftir að ég tók niður ávaxta límmiðana. Lísa María var ekki alveg sátt við mig, hún vildi hafa þá. Nú eru samningar í gangi á milli mín og Lísu Maríu. Ég er búin að segja henni að ég ætli að fara mála herbergið hennar, það fyrsta sem hún sagði... EKKI HVÍTT ákveðin í því, íbúðin er öll hvít. Hún vil hafa herbergið sitt rautt. NEI TAKK FYRIR... ÉG MÁLA HERBERGIÐ EKKI RAUTT.... Ég er að reyna semja við hana að hún fái rauða púða í staðin fyrir rauða veggi. Hún er að melta það
. Alveg ótrúleg....... Jæja ætla að láta inn fleiri myndir af helginni
....... Heyri í ykkur á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.