16.8.2006 | 00:39
Þriðjudagur. 15. Ágúst.2006
Halló halló
Ein spurning, karlmenn og verkvit er það e-h sem heyrir sögunni til? Ég er semsagt að undirbúa baðið fyrir málningu. Þið vitið líma meðfram skrúa niður og svona. Nema hvað, ég ætlaði að taka niður sturtuhengisstöngina sem ég hef reyndar aldrei notað, finnst það svo ljótt(hún var þegar ég keypti íbúðina). Yfirleitt eru þessar stangir festar með sogtappa. Nei,nei þegar ég var búin að þjösstnast svoleiðis á stönginni og bókstaflega hanga á henni án árangurs, fór ég að ath málið betur. Sturtugengissláin var skrúfuð í vegginn, ekki með einni skrúfu, heldur 3 skrúfum sitthvoru megin. Það var nú reyndar ekki nema von að ég hafi ekki tekið eftir þessu, þar sem hlíf var yfir skrúfunum eins og á sogtappadótinu. En fyrr má nú aldeilis vera, 6 skrúfur í það heila að halda sturtuhengi. Jæja sláin fór að lokum. Hvað segir þú kæra frænka myndum við gera þetta svona? Nei ég held bara ekki
. Ertu búin að búa þig undir nokkur símtöl varðandi ráðleggingar á flísalagningu eftir 2 vikur?
Ég er annars búin að fá mjög góðar upplýsingar hvernig best er að gera þetta, bara ef ég gleymi einhverju, sem væri þá ekki í fyrsta sinn
. Hlakka ekkert smá til að sjá muninn. það er náttúrlega alveg skelfilegur dúkur á gólfinu, þannig alveg sama hvað ég legg flísarnar illa, það verður samt flott, það er léttir
. Ætla fara sofa svo ég vakni fersk á æ - - - - -.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.