Fimmtudagur.17. Ágúst. 2006

HæhæGlottandi

Nú er ég búin að reyna ná í söngskóla Maríu Bjarkar af og til í 3 daga án árangurs, ég er búin að reyna hringja á öllum tímum. Ætla að leifa Elís Viktor að fara í söngskóla í vetur. Hann er svo söngelskur að það er ótrúlegt. Hann er alltaf syngjandi. Þegar hann sér hljóðfæri missir hann áhuga á dóti og fer að spila. Hann á kassagítar, oft kem ég að honum sitjandi á rúminu sínu að syngja og spila á gítarinn sinn( ég passa mig á að láta hann ekki sjá mig, stend bara og hlustaBrosandi). Ég nefndi þennan áhuga hans Elís Viktors, við ágætan vin um síðustu jól. Sá vinur veit hvað hann syngur á þessu sviði. Hann bennti mér á að börn geti fengið bakfall og neiti að syngja þegar í söngskólann er komið, þó þau hafi unun að syngja heima. Í söngskólanum eiga þau að synga og syngja í hóp, í staðin fyrir af eigin löngun eins og heima. Mér fannst þetta mjög rökrétt, vildi ekki taka sénsinn og ákvað að bíða og sjá þangað til núna í haust. Áhuginn hefur farið vaxandi ef eitthvað er, þannig ég ætla leifa Elís Viktor að prófa. Svo lengi sem þetta er ekki mjög dýrt, börnin fara nefninlega bæði í fimleika og Lísa María að læra á blokkflautu. Talandi um íþróttir, Lísa María fór með afa sínum og ömmu í golf um daginn og var alveg að fíla það. Hún hefur semsagt erft fjölskyldu íþróttina og er að fara með þeim aftur á morgunnGlottandi. Hún er náttúrlega með besta golfkennara sem hægt er að hugsa sér, pabba minn. Hann hefur verið í golfi frá því hann var 5 ára og er ennþá. Ég er nánast alin upp út á golfvelli. Hann er ekki bara góður kylfingur heldur er hann líka golfsmiður. Semsagt allur í golfinuGlottandi. Eftir að hann náði að draga mömmu með sér í þetta eru þau aldrei  heima á sumrin, alltaf í golfi sem gertur verið alveg óþolandiBrosandi. Alveg sama hvað ég reyni að leggja mig mikið fram að fíla þessa íþrótt. Oohhh ég bara get það ekki. Hún nær hreinlega ekki til mín á nokkurn hátt. Ég er meira fyrir að taka á því. Ég var í fimleikum og  dansi þegar ég var lítil og núna í líkamsrækt. Ég segi stundum að ég sé ekki nógu þroskuð til að spila golf, ekki búin að ná þessarri yfirveguðu innri ró sem þarf til. Þó ég sé róleg, og á til alla heimsins þolinmæði, þá er það ekki það sama. En ef dóttir mín fílar þetta, þá er hún í góðum höndum og örugglega ekki langt að bíða þangað til hún fær sérsmíðað golfsett frá afa sínumGlottandi. Úr einu í annað, ég er ennþá að mála baðið. Ég ákvað að rífa gólfdúkinn sem var brotinn 4cm upp á vegg niður. Ég er búin að vera skafa límið af veggnum. Efnið sem ég er með til að leysa límið upp er svo sterkt að ég var nánast í vímu viða að gera þetta. Svo þurfti ég náttúrlega að pússa yfir. Hefði þurft að nota sandpappír en fann hann ekki og notaði bara grófustu naglaþjölina mína sem ég átti í staðin. ( Amma mín heitin sem var í miklu uppáhaldi hjá mér, sagði alltaf að ég myndi ekki deyja ráðalausUllandi). Áferðin á veggnum er alveg slétt. Ég er ekkert má ánægð með þettaGlottandiUllandi. Jæja nú ætla ég að halda áfram og klára svo á morgunn. Ég er alltaf að taka eftir einhverju sem ég get ekki horft framhjá. Eins og karluglan sem ég keypti íbúðina af, boraði sturtuhengið í vegginn með 4 cm löngum skrúfum. Þá eru náttúlega tappar og stærðarinnar göt í veggnum. Ég gat ekki haft hann þannig og kíttaði uppí og pússaði eins og maður gerir, þið þekkið þetta. En það er allskonar svona sem er að tefja fyrir mér. Jæja ætla að halda áfram, gera sem mest og eiga sem minnst eftir á morgunnGlottandi. Heyri í ykkur elskurnar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband