Sunnudagur.20. Ágúst.2006

SvalurHæhæGlottandi

Jæja þá hef ég lokið við að mála baðið, gerði það reyndar á föstudaginn, ég flísalegg svo næstu helgi. Mig hlakkar ekkert smá mikið til að gera þetta. Ekki bara að sjá breytinguna heldur líka að læra  þetta. Ég er búin að hugsa mikið um það sem ég held að verði erfitt, eins og að taka klósettið frá(muna að skrúfa fyrir klósettvatniðGlottandi) og festa það aftur. Kósettrörið er nefninlega undir klósettinu og ekki sjáanlegt, yfirleitt er það fyrir aftan klósettið. Ég held ég eigi nú eitthvað eftir að klóra mér í hausnum yfir þessu. Annars held ég að allt sé á hreinu, þangað til annað kemur í ljósSvalur. Yfir í annað, ég fór á Lató hlaupið með börnin mín á laugardaginn. Íþróttarálfurinn fékk Elís Viktor upp á svið ásamt annarri stelpu til að gera armbeygjur og ætlaði e-h að henna þeim, "þið látið hendurnar í gólfið" Elís Viktor var nú ekki mikið að hlusta á hann, fór bara niður og gerði armbeygjur á einni fyrir framan þúsudir manns. Maggi Scheving var ekkert smá hissa, hætti sjálfur að gera armbeygjur og taldi upp í 20 armbeygjur hjá Elís ViktorBrosandi. Hvaða mamma ætli hafi verið að rifna úr stolti?...... Ha ég, jaahááUllandi. Lísa María var líka ekkert smá stolt af bróður sínum, vá mamma hann þorði að fara upp á svið og gera armbeygjur fyrir framan alla. Það fannst henni rosalegt, að hann hafi þorað því. Þó það hefði staðið ljón fyrir aftan Lísu Maríu, hún hefði ekki farið upp á svið. Ég er að vinna með þetta hjá henni að stappa í hana kjarkinn, hún er komin vel á veg og kemur mér stöðugt á óvart. Munurinn er líka sá, hann er strákur og hún stelpa, kynin eru ólík varðandi kjark og þor. Jæja svo ég haldi nú áfram ég held hann Jónsi sé bara í ÖLLU. Hann var með hljómsveitinni sinni fyrir upphitun hjá íþróttarálfinum, tók líka þátt í upphituninni sjálfri hjá íþróttarálfinum, startaði hlaupinu og var að spila með hlómsveitinni sinni um kvöldið á menningarnótt. Enda er hann ótrúlegur. Hann nær að gera efnið svo spennandi og skemmtilegt eins og t.d í upphituninni fyrir börnin, þau voru agndofa öll sem eitt. Hljómsveitin í Svörtum fötum tók svo nýtt lag sem þeir voru að gefa út, rosalega flott lag og texti eftir Jónsa. Textinn stendur upp úrBrosandi.... Læt myndirnar inn á morgunn, er orðin svo þreytt.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,
Sástu vitleysingana í sjónvarpinu:
http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2002&progId=22554&itemId=18436
Kveðja
Friðrika

Friðrika (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 13:00

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Nei, hvaða vitleysinga? Hvenær? Það er kveikt á sjónvarpinu aðra hverja helgi heima hjá mér, og þá er það morgunsjónvarp barnanna:)Nema þegar hringt er í mig eða mér er sent sms, Silla kveiktu á sjónvarpinu:):)

Silla Ísfeld, 21.8.2006 kl. 13:50

3 Smámynd: Silla Ísfeld

Já búin að sjá þá núna, hressir og kátir að vanda:)

Silla Ísfeld, 21.8.2006 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband