23.8.2006 | 00:51
Þriðjudagur.22. Ágúst.2006
Hæ elsku dúllurnar mínar
Nú er ég gjörsamlega búin að tapa geðheilsunni, þetta blessaða tölvuapparat mitt er búið að gera mig brjálaða frá því í gær. Ég var að fá mér flatan skjá, allt í lagi með það. Ég var líka að fá gömlu tölvuna mína til baka, sem ég hélt reynar væri ónít en var það ekki, sem betur fer, því allur skólinn minn er þar inni. Jæja ég var semsagt að víxla öllu og tengja upp á nýtt, barnaleikur. Nema hvað lyklaborðið var alveg gjörsamlega frosið, það var ljós á því, en alveg óvirkt. Ég gat farið inn á netið og notað músina en ekki lyklaborðið. Ég á 2 lyklaborð og tvær tölvur en alveg sama hvernig ég víxlaði þessu ekkert gekk upp, bæði lyklaborðin óvirk í báðum tölvum. Ég var að verða geðveik. Barnsfaðir minn kom og kíkti á þetta fyrir mig í gærvöldi, en ekkert gekk hjá honum frekar en mér. Ég hringdi á tölvuverkstæði og þeir voru ekki að skilja þetta. Ég hringdi í Sigga vin minn, mann Friðriku vinkonu, hann ætlaði að kíkja á mig í kvöld og ath þetta fyrir mig. En svo allt í einu komst þetta í gagnið, þegar ég slökti á tölvunni tók lyklaborðið úr sambandi, setti hitt lyklaborðið í samband og kveikti svo á tölvunni. Þá bara small þetta. Ég var samt búin að gera þetta nokkrum sinnum en án árangurs. Rosalega sem þessar tölvur geta farið í mig, ég hamaðist eins og óð væri, að tengja þessar tölvur sundur og saman, að reyna fá þetta til að virka. Ég er samt þannig ég gefst ekki upp, fyrr en mér tekst að ráða fram úr hlutunum og það tókst
. Jæja svo ég hætti þessarri upptalningu þá náði ég loksins í söngskóla Maríu Bjarkar og skráði Elís Viktor á námskeið, spennandi að sjá hvernig hann fílar það. Talandi um Elís Viktor. Honum finnst Íþróttarálfurinn ekkert spennandi lengur. Ég er búin að vera segja fólki frá þegar hann fór upp á svið að gera armbeygjur með Íþróttaálfinum. Honum finnst þetta ekkert merkilegt, þetta er bara maður í búning, málaður eins og Íþróttaálfurinn. Hann varð fyrir einhverjum vonbrigðum með Íþróttaálfinn að sjá hann augliti til auglitis. Hann snýr alltaf umræðunni og talar um Jónsa sem fór upp á þak,( þið sjáið hvað ég meina á myndunum) það finnst honum mikið merkilegra
............................. Lísa María er að byrja í skólanum á morgunn, hún er búin að telja niður í 3 vikur ekkert smá spennt að byrja aftur
. Hún er líka búin að skifta um skoðun og ætlar aftur í Ballett en ekki fimleika. Úúfff þetta verða fimleikar, söngskóli, ballett og blokkflauta. Ekkert á sama stað, eins gott að dagskráin passi saman. Jæja ætla vinda mér í að hlaða inn myndum
.... Heyri í ykkur á morgunn......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.