Miðvikudagur. 23. Ágúst. 2006

HæhæGlottandi

Oohhh ég er búin að vera tríta mig smá í gær og í dag, það var alveg komin tími á það. Fór í neglur í gær, svona rétt fyrir flísalagningu næstu helgi, passar það ekki vel samanGlottandi. Ég ætla svo að reyna finna mér tíma í næstu viku til að komast í klippingu, komin tími til að breyta um stíl og gera eitthvað alveg nýttGlottandi. Mamma er með hnút í maganum yfir næstu klippingu, það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug, hún veit það nefninlegaUllandi. Hún er að reyna fá mig til að safna hári. Ég er ekki til í það alveg strax, á eftir að pufa meira í stuttu línunniBrosandi. Ég er að taka mig þvílíkt á í ræktinni, ég er alltaf dugleg, en er að gera enn meira núna. Hlaupa lengur og hraðar, lyfta þyngra, taka góða spretti bæði úti og inni. Já ég er gjörsamlega að taka mig upp á rassgatinuGlottandi. Það fer alveg að koma að fíneríinu mínu núna í september. Þá verður stutt stopp í ræktinni ,þannig það er eins gott að vera dugleg núna og halda svo ótrauð áfram nokkrum dögum seinna. Ég er með markmið í gangi sem ég er að keppast við að ná fyrir áramót. Ég get, ætla og skal ná því. Ég hef alltaf náð öllum mínum markmiðum sem ég hef sett mér í ræktinni og þetta verður engin undantekning. Jæja ég hef voða lítið að segja núna, þannig ég ætla að láta þetta nægja þangað til á morgunn, heyri í ykkur þá elskurnar..................Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband