24.8.2006 | 22:45
Fimmtudagur.24. Ágúst.2006
Hæhæ
Það var eins gott ég hafði samband við Byko í dag. Ég fékk bandvitlausa leiðbeiningu vaðrandi efni og hvernig ætti að flísaleggja þegar ég keypti flísarnar. Var aðeins búin að gleyma og hringdi til að rifja þetta aðeins upp. Maðurinn kom af fjöllum og spurði um hvað ég væri eiginlega að tala. Ég sagðist hafa fengið þessar upplýsingar hjá einum starfsmanninum í þessarri verslun, sem er alveg rétt, en kolrangar upplýsingar. Hefði ég sett þetta efni á gólfið sem ég var látin fá í fyrstu, hefði dúkurinn allur bólgnað upp og flísarnar ekki fest við hann. Þannig ég fór í Byko í dag, skipti efninu og fékk réttar upplýsingar, vona ég. Maðurinn sem ég talaði við í símann var ekkert smá dónalegur við mig, ég hef aldrei fengið aðra eins tilsvörun. Hann var með svo mikinn hroka að ég náði varla upp í nefið á mér. Hann fékk líka alveg að finna hversu dónalegur mér fannst hann vera. Þegar ég fór til að skila efninu, afgreiddi hann mig aftur og var þá orðin ljúfur sem lamb. Ég var meira segja orðin svolítið stressuð, því það biðu svo margir eftir afgreiðslu en hann blaðraði og blaðraði um flísalagningu. Nú er ég orðin svo fróð um flísalagningu að ég get nánast tekið meistarapróf
. Ég kíkti aðeins á mömmu og pabba í dag, mamma var að fara á klúbbmeistaramót í golfi á Hellu í 4 daga. Við pabbi vorum e-h að ræða þessar betrumbætur á heimilinu hjá mér og hvað ég ætlaði að gera á næstunni í þeim efnum. Hann var ekki að ná þessu, það fór allt í kross hjá honum. Spurði mig 3 hvað ég væri að fara gera núna um helgina áður en hann náði því, svo hrissti hann bara hausinn yfir mér. Ég ætla nefninlega að þrykkjast í að mála tölvuherbergið strax á morgunn og flísleggja það líka þessa helgi með baðinu
. Nenni ekki neinu drolli fyrst ég er að þessu á annað borð
. Þannig þegar ég er búin að skrifa þetta blogg, ætla ég að fara í að tæma tölvu herbergið og undirbúa það fyrir málningu. Vá það er ekkert smá mikið, öll námsgögnin sem ég hef verið með í gegnum árin. Það verður góður tími sem fer í þetta. Þetta verður mjög annasamur dagur hjá mér á morgunn en að sjálfsögðu byrjar hann á æfingu
...... Heyri í ykkur elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.