27.8.2006 | 22:05
Sunnudagur.27. Ágúst.2006
Hæhæ
Jæja nú er ég búin að mála tölvuherbergið og flísaleggja bæði tölvuherbergið og baðið. Ég á bara eftir að láta fúguna á milli þá er allt komið. Þetta er ekkert smá mikill munur. Næst þegar þið komið í heimsókn til mín verðiði að tippla á augnhárunum, það er orðið svo fínt hjá mér. Jói bróðir kíkti aðeins á mig og að sjálfsögðu fékk ég hann til að skera nokkrar flísar með mér. Rannveig systir kíkti líka á mig, þá fórum við nú aðeins út að fá okkur ís
. Alveg nauðsinlegt að fá sér smá pásu, ég fann það þegar ég var komin út. Var búin að vera að mála til 4 um nóttina á föstudaginn,. Flísaleggja til 3 um nóttina á laugardaginn, án þess að taka nokkra pásu, nema rétt til að fá mér kaffi . Enda er ég búin að drekka svo mikið kaffi þessa helgi að, einn bolli í viðbót og ég pissa kaffi
. Næst í röðinni er það herbergið hennar Lísu Maríu, veit ekki alveg hvenær ég geri það, það verður mjög fljótlega ef ég þekki mig rétt. Ef ég er búin að ákveða eitthvað getur það yfirleitt ekki beðið, ég verð helst að gera það í gær. Hún var búin að samþykkja að hafa það hvítt, ef hún fær prinsessu púða í staðin
. En það er ekkert smá gott að vera búin að flísaleggja, maður er svo lengi að því, reikna út, mæla, skera, gera uppkasst og allskonar svona......... Langar ykkur að sjá myndir?
. Eða á ég bara að luma á þeim????????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.