25.8.2007 | 19:55
Ekki tínd og tröllum gefin
Hæ elskurnar
Loksins kemur blogg, hef lítinn tíma haft til að blogga undanfarið. Það hefur verið mikið að gera í vinnunni, svo hef ég reynt að nýta hverja smugu til ferðalaga, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma
....
Ég heyrði í Rakel frænku í dag sem býr út í Noregi, hef ekki heyrt í henni í nokkrar vikur og ég hef ekkert bloggað í góðan tíma, eins og þið vitið sjálf. Veit ekki hvað hún hefur haldið að hefði komið fyrir frænku sína. Það var ekki verið að segja hæ, þegar hún kom í símann
. Það var bara " rosalega er gott þú hringir, ertu með lífsmörkum? ÞÚ HEFUR EKKERT BLOGGAÐ SÍÐAN Í BYRJUN ÁGÚST
..... Ég hef verið að spá hvort ég ætti að hætta að blogga, ennnn það er greinilega ekki í boði
. Og ætla þess vegna ekki að láta mér detta neitt annað í hug, en að halda áfram að blogga
. Ég heyri næstum í Rakel segja " já, það er eins gott fyrir þig"
.
Annars er það að frétta að litli snúllinn minn var að byrja í skóla, ekkert smá stoltur af því. Hann er búin að bíða og bíða og bíða og bíða eftir að komast í sólann og loksins er hann byrjaður
. Lísa María var að fara í 8 ára bekk, þá eru hún í skólanum sjálfum sem er ekkert smá mikið sport. 6 og 7 ára bekkirnir eru nefnilega hafðir í skúrum sem eru á skólalóðinni, svona á meðan þau eru að aðlagast skólakerfinu, brilliant fyrirkomulag
.
Jæja svo er bara aftur blogg á morgun, heyri í ykkur þá elskurnar
........
Athugasemdir
Gaman að sjá að þú ert farim að skrifa aftur, Til haningju með skóla strákinn. Þú mættir nú láta sjá þig, KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:59
Takk elskan, er þokkalega búin að átta mig á að það er ekki í boði að kveðja bloggheima
. Ég verð hér og bulla áfram
.
Takk sömuleiðis fyrir mig elskan mín, ég alveg eeelska kaffið þitt
.... Já ég viiiiissi þú myndir samþykkja þetta, var með það á kristaltæru
......
Silla Ísfeld, 26.8.2007 kl. 10:26
Takk fyrir Erla mín! Já litla barnið mitt byrjað í skóla, mér finnst það alveg rosalegt, mér fannst ekkert mál þegar Lísa María byrjaði í skóla. En þetta er allt annað þegar bæði börnin eru komin í skóla, þau eru orðin svo stóóóór
.... Já það væri gaman að kíkja á ykkur með Elísabetu við gott tækifæri, við þurfum að láta verða að því sem fyrst
.....
Silla Ísfeld, 26.8.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.