30.8.2006 | 00:52
Þriðjudagur.29. Ágúst.2006
Hæhæ
Nú er ég alveg búin að öllu varðandi flísalagninguna, þrífa, ganga frá og allt komið á sinn stað, þvílíkur munur. Þegar við börnin vorum að fara út í morgunn, sagði dóttir mín, sem stóð á ganginum og var að klæða sig í skóna. Mamma! ég vil líka fá nýjar flísar á ganginn, já en það eru flísar á ganginum. Já ég veit, mér finnst þær ljótar, ég vil fá nýjar
. Alveg ótrúleg, hún hefði átt að sjá mömmu sína leggja nótt við dag, við að flísaleggja og mála, á meðan þau börnin voru hjá pabba sínum að hafa gaman
. Mamma og pabbi kíktu á mig áðan, þeim fannst þetta æði. Aumingja pabbi, ég er alltaf að stríða honum eitthvað
. Í þetta skiptið gaf ég honum súrt smjör á flatköku, hann borðaði hálfa og sagði svo. Silla mín, það er eitthvað skrítið bragð af smjörinu hjá þér. Ég missti mig úr hlátri, það rann út 17. júlí
. Um daginn gaf ég honum ónýtan paprikuost, ritz kex og vínber
. Ég er bara að stríða honum, ég geri þetta ekki við neinn annan. Það loðir ennþá við hann, að draga mig að landi með mat. þegar ég var yngri fékk hann alltaf fituna og skorpuna mína af kjötunu eins og örugglega flestir pabbar
. Það hittir greinilega bara þannig á, þegar ég er að taka til í ísskápnum koma mamma og pabbi í heimsókn, þá verður maður nú að stríða smá
. Pabbi er líka farinn að segja við mig. Jæja Silla mín hvaða tilraunarstarfsemi ætlar þú að vera með á mér núna? Hann þekkir púkaháttinn í dóttur sinni
. Úr einu í annað. Á menningarnótt hitti ég strákinn sem ég er svo ofboðslega hrifin af, og er búin að vera lengi, lengi, lengi. Hann spurði mig spurningu sem ég held ég hafi heyrt en er ekki viss. Ég var ekki í aðstöðu til að segja HA, og svaraði honum ekki. Hann horfði á mig og beyð eftir svari, en ég lá bara í grasinu og horfði á hann á móti. Ég átti bara ekki von á þessarri spurningu, ef ég heyrði rétt, líka við þessar aðstæður, það var svo mikið af fólki í kringum okkur. Óþolandi þegar manni heyrist eitthvað en er ekki viss. En hafi hann spurt mig, það sem mér heyrðist, þá hefur það þurft kjark til, svo bara svara ég honum ekkert
. Ég hef ekkert hitt hann eftir þetta, nema bara í umferðinni. Enda get ég ekki verið að rifja þetta upp, það yrði frekar langsótt. En mikið rosalega væri ég samt til í að hitta hann. Jæja yfir í enn annað, nú ætla ég aðeins að fara tríta sjálfan mig. Fór í neglur um daginn rétt fyrir flísalagningu. Þær eru ennþá rosalega fínar
. Á morgunn ætla ég í litun og plokkun, ég er ennþá að melta klippinguna. Ég fór allt í einu að fíla að hafa smá sídd í því, eins og það er núna. Langar líka að skella mér í nudd, það eru mörg ár síðanég fór síðast. Ekki síðan kerlingin(nuddarinn) nuddaði á mér brjóstin, geirvörturnar og allt. Ég fór semsagt í heilnudd fyrir nokkrum árum, það var gjörsamlega allt nuddað, nema snípurinn. Ég er ekki að grínast, enda hef ég ekki farið í nudd síðan þá. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið í nudd. En ég veit núna, þó maður byðji um heilnudd, flokkast það ekki undir það sama hjá öllum, fæstir nudda brjóstin................ En jæja börnin fara til pabba síns á morgunn. Ég ætla vera búin snemma í vinnunn. Ég vinn alltaf langt fram eftir öllu þegar börnin eru hjá pabba sínum, en ætla að breyta því í þetta skiptið. Læt myndir inn á morgunn
..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.