30.8.2006 | 23:14
Miðvikudagur. 30. Ágúst.2006
Hæ hæ
það var verið að segja við mig áðan, að það væru svo miklar stafsetningar villur á blogginu mínu, að fólk fengi í augun á því. Já það er meðvitað, ég gerði nefninlega samning við Augnsamband Íslands. það er búið að vera svo lítið að gera hjá þeim, og vanntar fleiri viðskiptavini. Ég ákvað að leggja mitt af mörkum og hjálpa þeim. Þannig ef þið fáið í augun á að lesa stafsetningarvillurnar í blogginu mínu, vinsamlegast leitið til Augnsambands Íslands. Nei elskurnar mínar. Ég er lesblind og skrifblind. Það uppgötvaðist reyndar ekki fyrr en í framhaldskóla, það var svo mikill léttir þegar þetta uppgötvaðist að mér leið eins og nýrri manneskju. Allan grunnskólann hafði ég ekkert sjálfstraust varðandi nám, nema á því verklega, hef alltaf verið sterk á því sviði. En mér fannst ég bara vitlaus, væri öðruvísi en aðrir, og gæti ekki lært eins og hinir. Ekki góð sjálfsmynd
. Þetta er samt mjög algengt, að börn með lesblindu hafi svipaða sjálfsmynd og ég hafði varðandi nám á yngri árum. Mér gekk semsagt ekki vel í grunnskóla, ekkert rosalega vel í framhaldsskóla en vel í háskóla
. Aldrei hefði ég trúað því, á yngri árum, að ég ætti eftir að fara í Kennara Háskólan og að flestar mínar einkunnir væru 8. Ég er gædd þeim kosti að gefast aldrei upp, ef maður ætlar sér, þá getur maður
. Ég gat ekki hugsað mér að vera ómenntuð og ala upp börnin mín sem verkakona, þó það sé ekki slæmt. Þá var metnaður minn meiri, þrátt fyrir lélega sjálfsmynd varðandi nám í grunnskóla. Sem betur fer náði ég að öðlast trú á sjálfri mér, enda orðin eldri og þroskaðari.......... Þá vitiði það elskurnar. Úr einu í annað, ég fór í litun og plokkun í dag, svakalega fín
. Ég er komin aftur á það, ég ætla í klippingu. Svona getur vogin verið, veit ekkert í hvorn fótin hún á að stíga
. Klipping, ekki klipping. Hlusta á hjartað, hlusta á skynsemina..... Hlusta bara á Rammsrein og sleppi hjartanu og skynseminni, er það ekki hægt
. Jæja ætla hlaða inn myndunum fyrir ykkur. Muniði Augnsamband Íslands ef þið fáið í augun
...... Heyri í ykkur á morgunn.......................
Athugasemdir
Þú ert alveg ótrúleg Silla mín. Ég var að skoða myndirnar.. og ég er búin að ákveða það að þegar ég tek skúrk á mínu heimili.. þá hringi ég í Sillu vinkonu.. því hún Silla mín getur ALLT!!
Góður punktur með Augnsamband Íslands:P Ef einhver er að bögga þig.. þá kem ég um hæl.. þú veist það:P
Lof jú darling.
Elísabet Lára
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 14:51
Ekki vandamálið ástin mín að hjálpa þér, hvenær sem er:). Veit nú ekki hvort ég geti alveg allt, en þá læri ég það bara;). Já það hefur aldrei þurft að spyrja að því, við eigum alltaf stuðning hvor annarrar vísann í öll þessi 22 ár sem við erum búnar að vera bestu vinkonur:) En þessi tiltekna gagnríni fór inn um eitt og út um hitt;). Lof jú tú baby
Silla Ísfeld, 1.9.2006 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.