26.8.2007 | 12:31
Átti æðislega helgi:)
Hæ elskurnar
Átti alveg æðislega helgi, á föstudeginum var ég með matarboð og naut þess að vera í góðum félagsskap, ossa gaman. Á laugardeginum fór ég geðveika æfingu, skreið nánast út úr Laugum að henni lokinni. Það er svo gott að taka svona vel á, hitti kunningja vinkonu mína sem hló bara af mér. Vorum niðri fataklefa, ég var algjörlega í fyrsta gír sem er ekki algeng sjón, enda gat hún ekki annað en hlegið, ég var alveg búin á því.
Eftir æfingu fór ég í Smáralindina, aðeins að kaupa mér föt og dúlla mér. Um kvöldið kíkti ég svo í heimsóknir og endaði svo í heimsókn hjá Elísabetu æskuvinkonu minni. Þar var mikið blaðrar um heima og geima, eins og venjan er þegar vinkonur hittast, þið þekkið þetta. Mmm kaffið hennar er svo gott, yfirleitt drekk ég ekki kaffi eftir kl 18, en þarna var klukkan um 23 og mér var aaaalveg sama. Ossa gott kaffi, takk fyrir mig elskan mín.
Jæja nú ætla ég að fara gera e-h að viti, heyri í ykkur elskurnar.......
Athugasemdir
Þér verður boðið næst elskan mín. Ég var með æðislegan pastarétt, heitt baguett brauð og hvítvín í aðalrétt, í eftirrétt var algjör nammisprengja sem samanstendur af kókosbollum, kókosmarensbotn, súkkulaðirúsínum, jarðaberjum og fleira, með þessu var rauðvínið að sjálfsögðu tekið upp.
Já, kem í vikunni elskan mín og spái fyrir þér, hvað segir þú um það?
Silla Ísfeld, 28.8.2007 kl. 11:20
Ég fékk grýlu í mat, hún var orðin uppiskorpa með kássurnar sínar, þannig ég garf henni pastakássu í matinn..... Pastakássan sló alveg í gegn, þannig ég fer ekki í jólaköttinn þessi jólin......
Silla Ísfeld, 28.8.2007 kl. 13:30
Grýla hefur mildast eitthvað með árunum, tók samt enga áhættu og var ljúf sem lamb.... Já hvernig væri að elda saman um helgina? Ég skal elda pastaréttinn og höfum eitthvað gott fyrir börnin, svo spái ég fyrir þér í eftirrétt....
Silla Ísfeld, 28.8.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.