31.8.2006 | 23:46
Fimmtudagur 31. Ágúst. 2006
Hæhæ
Hvað haldiði, ég var ellt á röndunum í dag, í umferðinni halló. Ég var semsagt að keyra á Reykjanesbrautinni þegar einhverjir strákar, bruna framúr mér. Horfa inní bílinn hjá mér og snarstoppa á miðri götu og bíða eftir mér. Svo keyrðu þeir samhliða mér, fyrir framan mig og aftan til skptis og aftur við hliðina á mér, skrúfuðu niður rúðuna hjá sér og báðu mig ítrekað að stoppa bílinn, þeim langaði svo að tala við mig. GLÆTAN. Mér stóð nú ekkert alveg á sama hvernig þeir höguðu sér. Bílsjórinn var greinilega dópaður. Ég sé það mjög glögglega þegar fólk er á einhverju, þannig ég þurfti ekki nema rétt að líta á hann til að sjá það. Þegar þeir sáu að ég ætlaði alls ekki að stoppa og tala við þá, fóru þeir sem betur fer. Ég hef nokkrum sinnum lent á svona rugludöllum og líka eldri mönnum. Á tímabili fékk ég ekki frið fyrir eldri mönnum. Ég ræddi þetta einu sinni við ágætan vin, hann sagði bara " kannski halda þeir bara að þú sért eldri en þú ert" Hefði e-h verið eftir af drykknum hans, sem hann var að drekka, hefði hann fengið hann yfir hausinn á sér, ekki í fyrsta skipti
. Svo hló hann bara, þegar hann sá viðbrögð mín. Hann getur verið svo mikill púki
. Mig langar ekkert að sýnast eldri en ég er
. Þetta var nú samt allt í góðu
............ Úr einu í annað, Elís Viktor er að byrja í söngskólanum núna á laugardaginn kl.11. Honum hlakkar ekkert smá til. Fimleikarnir hefðu átt að vera á þessum tíma, en ég færði hann um hóp í fimleikunum yfir á virkan dag, sá hópur hentar honum líka mikið betur. Lísa María verður líka í ballett á virkum dögum 2* í viku. Það er fínt þá eiga þau frí um helgar. Síðasta vetur fóru allir laugardagar í æfingar. Nú verður bara söngskólinn á laugardögum það er frábært. Yfir í enn annað, ég ætla með börnin mín í bíó um helgina að sjá myndina Bílar. Þau erum áskrifendur af Disney bókunum og voru að fá bókina Bílar í dag, þannig ég ætla að drýfa mig með þau á þessa mynd, áður en það verður hætt að sýna hana. Þau yrðu nú frekar sár að missa af myndinni fyrst þau eiga bókina. Jæja ætla láta þetta gott heita í bili, heyri í ykkur á morgunn elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.