Sunnudagur. 3 Ágúst. 2006

BrosandiGóðan daginn, allan daginn, glaðan daginn, gangiði í bæinnUllandiGlottandi

Ef þessi helgi er ekki vel nýtt, þá veit ég ekki hvað það erBrosandi. Laugardaginn áttum við börnin saman frá a-ö. Elís Viktor fór í fyrsta tímann í söngskólanum. Vá ég hefði aldrei getað trúað því, nema sjá það sjálf, hvað söngurinn gerir greinilega mikið fyrir Elís Viktor. Þegar ég kom og náði í hann var svo mikil innri kyrrð með honum, eins og hann hefði fengið þvílíka andlega útrás. Ég hef ALDREI fundið eða séð barnið mitt svona áður. Honum hlakkar svo til að fara aftur að hann telur niður daganaBrosandi. Ég verð að viðurkenna að ég var smá kvíðin að láta hann á þetta námskeið. Ef hann fengi svo bakfall, þetta er nefninlega svolítið dýrt námskeiðGráðugur. En ég finn að það var svo rétt að leifa honum að fara á þetta námskeið, og ég sé það fyrst og fremst á honum, hvað þetta var rétt ákvörðunBrosandi. Hann á að vera búin að velja 2 lög fyrir næsta tíma sem honum langar að syngja, gaman að því. Mér finnst þetta líka svo spennandi og hlakkar ótrúlega til að taka þátt í þessu með honumGlottandi..........Úr einu í annað, eins og ég sagði áðan, var þetta vel nýtt helgi. Á meðan börnin horfðu á morgunnsjónvarpið og léku svo við vini sína. Fór ég í alla fataskápa og dótakassa sem fyrir finnast á heimilinu, tók allt sem við erum hætt að nota og er orðið of lítið. Það voru 3 svartir ruslapokar sem ég gaf til Rauða Krossins, fyrir utan það sem ég henti sem voru t.d 15 pör af skóm, dót, og fl. Fyrst ég var að þessu, fór ég líka í geimsluna niðri, tók hana alveg í gegn. Skoðaði í hvern kassa og hennti alveg helling. þegar ég var búin a þessu fór kommóðan hennar Lísu Maríu óvenju mikið í taugarnar á mér. Ég var ekki alveg að fatta þessa kómmóðu. Hún er semsagt búin að vera liðast í sundur, en er saman bæði efst og neðst, en ekki í miðjunni. Þannig skúffurnar í miðjunni náðu ekki að vera á brautinni, heldur lágu á hvor annarri, skrítiðÓákveðinn. Yfirleitt liðast hlutirnir í sundur annað hvort efst eða neðst, en ekki í miðjunni, eða það hefði ég haldið. Jæja tók hana allavegana í sundur, losaði allt og setti hana saman aftur. Nú er hún öll samanUllandi. Það þýðir ekkert að vera gera heimilið fínt svo er bara e-h druslu kommóða sem eyðileggur lúkkið. Það er ekki hægt. svo er ég búin að riksuga, skúra, bóna, þurka af og gera fínt. Ekki bara það, heldur setti ég húsgögnin mín á sölu. JÁ Á SÖLU. Ég ætla að selja hillusamstæðuna mína sem ég er löngu hætt að nota, sjónvarpsskápinn og sófaborðið. Ég er búin að vera leita mér að sófaborði og sjónvarpsskáp og er nú loksins búin að finna það sem mér líkar. Sófaborðið og sjónvarpsskápurinn er úr eik, rosalega flottBrosandi. Þá er ég komin með næstum allt eins og ég vil hafa það frammi, í bili. Stíllinn er súkkulaði brúnt, hvítt og eik á móti, kemur mjög vel útGlottandi. Ætla líka næstu daga að mála herbergið hennar Lísu Maríu. Yfir í allt annað, ég klippti son minn núna um helgina, hann er ennþá með sítt en var bara að breyta um línu hjá honum, kemur mjög vel út. Talandi um klippingu. Ég skil ekkert í mér að kafa ekki farið í klippingu um daginn. Ég er orðin eins og lukkutröll um hausinn, ég er ekki að grínast. Ég á panntað í klippingu og strípur 11 sept, ég ætla að taka næstu helgi í að tríta sjálfan mig, toppa það svo með klippingu og strípum á mánudeginum. Ég lít orðið út eins og ruslahaugur. Ég er búin að vera ditta að heimilinu og er sjálf týnd og tröllum gefin, meira sega farin að líkjast  lukkutrölli. Þetta er ekki hægt. Ég ætlaði að taka mig í smá trít í kvöld og láta á mig kornamaska, nei,nei ég hlýt að hafa hennt honum í þessu tiltektaræði mínuUllandi. Tiltektin farin að kossta mig óþarfa peninga, nú þarf ég að kaupa mér nýjan kornamaska................. Ég ætla fara sofa svo ég vakni á fund í fyrramálið í skólanum hjá Lísu Maríu, það er námsefniskynningBrosandi. Þá fæ ég að vita hvað dóttir mín lærir í vetur og hvernig því er háttað. Svo að sjálfsögðu verður æfing eftir það, hvernig spyrjiðiGlottandi. Heyri í ykkur á morgunnGlottandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband