5.9.2006 | 00:46
Mánudagur 4. September.2006
Hæ hæ
Ég lagði lokahönd á draslhreinsun í dag, pantaði mér sendibíl og bað hann að fara með draslið á haugana. Hann horfði bara á mig og spurði hvort það hefði verið ahliða hreingerning í gangi, ég jánkaði því. Úr einu í annað, Það er svo gaman að eiga stelpu og strák, þau eru svo ólík en samt svo lík. Uppáhaldið mitt er umræðuefnið sem á sér stað rétt fyrir svefn. Börnin byðja alltaf bænir á hverju einasta kvöldi. Fyrst fer ég inn til Elís Viktors og byð með honum og svo til Lísu Maríu og byð með henni. Á meðan hann er að spá í hvort guð er kona eða maður, og hvort guð eigi töfrasprota. Er hún að hugsa um hvað hún vilji hafa sítt hár, og vort hún megi taka með sér vinkonu heim úr skólanum næsta dag
. Annars þetta umræðuefni um guð er reyndar hjá báðum kynjum. Lísa María fór líka á þetta tímabil, en er komin yfir það. Hún var líka meira að hugsa um hvernig hann lítur út, en hvað hann getur gert. Þetta er alveg frábært tímabil
. Elís Viktor er líka á einhverju skrímsla tímabili. "Mamma það er skrímsli undir rúminu mínu" Ég sýni þessu fullan skilning, enda er þetta partur af þroskaferlinu sem á sér stað frá 4 til 7 ára. Jæja nóg um uppeldi. Það skýrist á morgunn á milli 4 og 5 hvenær stóra stundin hjá mér rennur upp
. Það var búið að tala um september og þá 11 eða 25 september. Að öllu jöfnu ætti þetta að vera yfirstaðið á afmælisdaginn minn 29. september
. Læt ykkur vita hvað verður, heyri í ykkur á morgunn elskurnar
. Eitt en, myndarlegi ljóshærði strákurinn mætti alveg fara láta sjá sig aftur í ræktinni
. Ég held þetta sé alveg komið gott hjá honum....... Heyri í ykkur á morgunn
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.