5.9.2006 | 23:40
Þriðjudagur. 5. September.2006
Hæhæ
Nánast í þessum töluðu orðum er ég að undirbúa herbergið hennar Lísu Maríu fyrir málun. Ætla svo að mála það á morgunn. Það var bara skindihugdetta að gera þetta strax. Dagurinn hjá mér á morgunn hefur nefninlega æxlast þannig, að ég fer ekki að vinna fyrr en seinnipartinn og ætla því að nota daginn á morgunn í að mála. Sniðug að nota tækifærið. Þá er þetta bara búið, og get þá notað helgina í e-h annað. Úr einu í annað, fékk ekki að vita hvenær stóri dagurinn rennur upp
. En mér var nánast lofað ég fengi að vita það á föstudags morgunn á milli 8-9
. Ég bíð spennt, þetta markar nýtt upphaf hjá mér, en ég verð að viðurkenna að ég er svolítið kvíðin yfir þessu. Ég er þessa dagana að stappa í mig stálinu, því ég get átt von á að þetta verði strax á mánudaginn
. Sjáum til með það, fæ að vita þetta betur á föstudaginn. Jæja ætla vinda mér aftur í undirbúninginn. Annars ef þetta verður á mánudaginn, þá væri smá pemmp vel þegið um og yfir helgina
. Heyri í ykkur elskurnar
.
Athugasemdir
Hæ elsku dúllan mín. Vildi bara óska þér góðs gengis og segja þér að þetta fer allt saman vel:) Þetta er nýtt upphaf og þú átt það svo sannarlega skilið. Tala við þig vonandi fljótlega. Love you elskan.
Elísabet
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 17:59
Æ takk fyrir elsku ástin mín, það er mikið gott að heyra þetta. Læt þig vita strax og ég veit meira, sem verður á föstudaginn;)
Silla Ísfeld, 7.9.2006 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.