7.9.2006 | 23:21
Fimmtudagur. 7. September. 2006
Hæhæ
Mikið er ég sátt við að hafa skellt mér í að mála herbergið hennar Lísu Maríu í gær þegar börnin voru hjá pabba sínum. Nú er það búið og allt komið á sinn stað. Ég var langt frameftir nóttu að mála, til 4 minnir mig. Það er yfirleitt alltaf þannig þegar maður ætlar að klára e-h í hvelli, er e-h sem truflar. Ég ætlaði að vera búin að mála áður en ég færi að vinna seinnipartinn. Sú áætlun fór alveg úr böndunum. Það stoppaði ekki síminn hjá mér í gærdag og allt frekar mikilvægt, tíbíst. Eitt af þessum símtölum, var einn félagsráðgjafinn sem ég vinn með að máli sem hefur gengið framar björtustu vonum
. Ég var að hrósa og monta mig af skjólstæðing mínum sem hefur náð svo miklum framförum að það er lyginni líkast. Það er ótrúleg breyting á þessarri manneskju, sem er algjört vítamín fyrir mig
. Þessi félagsráðgjafi hlustaði með þolinmæði. Tók svo af mér orðið og minnti mig góðfúslega á það, þetta væri mér að þakka. Ég hef sjaldan fengið jafn mikið og einlægt hrós, eins og ég fékk í gær
. Úr einu í annað, þegar ég var á leiðinni í ræktina í morgunn. Hringdi leikskólinn, þá var sonur minn orðin lasinn með hita í annað skiptið á æfinni. Það er alveg ótrúlegt hvað hann er hraustur. Þannig við bara fórum heim að hafa það kósý. Hann er alveg ótrúlegur. Ég verð að segja ykkur frá þessu. Við sátum í sófanum að velta fyrir okkur lögum, sem hann myndi vilja syngja í söngskólanum á laugardaginn
Allt í einu segir hann, mamma! Ég veit af hverju þú ert með svona stóran rass, ég er ekki með stóran rass. Jú af því þú ert fullorðin. Það fannst mér bót í máli, af því ég er fullorðin
. Ef hann bara vissi hvað mamma sín hamast á brettinu og í allskonar rassæfingum til að hafa stinnan rass. Ég átti nú vissan sigur um daginn, bara svo ég monti mig smá. Ég er alltaf með peysu á rassinum þegar ég hleyp, aðeins að reyna fela hvað hann skoppar mikið á mér rassinn. Hann nánast rekst í eyrnasneplana. En viti menn, peysan var látin falla. Hvað þýðir það, jú hann er orðin nógu stinnur til að hlaupa peysulaus
. Er þetta ekki fróðlegt og þroskandi umræðuefni. Jæja ætla hætta þessu bulli og reyna halda í einhverja smá virðingu. Fæ að vita vonandi á morgunn hvenær stóra stundin rennur upp, nema mér verði haldið volgri áfram
. Nei vonum það besta, ég er alveg komin með nóg af bið. Nú vil ég að hlutirnir fari að gerast á öllum sviðum og haaaanannnnúúú
. Jæja elskurnar, ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, Elís Viktor er orðin mikið hressari og ætlar að fá að vera hjá afa á meðan mamma fer á æfingu. Afi er í miklu uppáhaldi, þá er nefninlega allt látið eftir manni, ekki leiðinlegt fyrir lítinn 4 ára
. Heyri í ykkur á morgunn
.
Athugasemdir
Það hlaut eitthvað að vera. Ég leitaði að þér eins og geðveik í morgun og trúúúði því bara ekki að þú værir ekki þarna...
Kveðja
Friðrika
Friðrika Kr. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 01:48
Híhíhí já ég get vel trúað því. Að sjá mig ekki á æfingu er eins og það vanti eitt tækið í salinn. Ég var líka spurð af fleirum hvar ég hefði verið. Það er eins og það dragi til tíðinda ef ég mæti ekki á æfingu, af hverju ætli það sé:):):)?
Silla Ísfeld, 10.9.2006 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.