9.9.2006 | 15:18
Laugardagur 9. September. 2006
Hæhæ
Nú er komin niðurstaða hvenær stóri dagurinn rennur upp. Það er seinna en talað var um frá upphafi, vegna óviðráðanlegra aðstæðna að þeirra hálfu. Ég skil það vel, það verður að forgangsraða hlutunum. Þetta henntar mér líka mjög vel, þá get ég undirbúið fjölskyldu mína betur og sjálfan mig líka. Stóri dagurinn rennur semsagt upp 23. októmber. Undirbúningurinn hefst viku fyrr. Mig hlakkar svo til, ég errrr að fara úr límingunum
. Þetta á gjörsamlega eftir að marka nýtt upphaf hjá mér. Og viti menn, stjörnuspáin mín fjallar meira að segja um þetta. Hún hefur verið ótrúlega nákvæm upp á síðkasstið. Nema um daginn, þegar kom fram í stjörnuspánni minni, að ég væri döpur um þá daga. Það var sko alls ekki, ég er svo heppin að hafa gott og stöðugt lundarfar, ekki sveiflukennt. En að sjálfsögðu koma dagar þar sem maður brosir ekki eins breytt og venjulega, en aldrei finn ég fyrir depurð. Það sem kemst kannski næst því að líða döpur er, að mér er orðið það nokkuð ljóst, að ég fæ ekki strákinn sem ég er búin að vera hrifin af í yfir ár. Ég er að reyna vinna mig úr því, og held það gangi vel, þangað til ég sé hann, þá stend ég alltaf í nákvæmlega sömu sporum, þannig það gengur bara ekki neitt
. Það er nú bara þannig þegar maður veit hvað maður vill, er erfitt að horfa e-h annað. Ég ætlaði ekki að tala um þetta, snúum okkur aftur að stóra deginum
. Fyrst ætla ég að deila með ykkur stjörnuspánni minni frá því í gær, alveg ótrúlegt.
Vogin
Þú mátt búast við því að þér takist að afgreiða galalt
tilfiningarlegt vandamál, enda er nýtt skeið að hefjast
í lífi þínu. Stjörnurnar sjá til þess að þú verðir ákveðnari
og einbeittari, þegar þitt nýja líf hefst.
Veit samt ekki með þetta vandamál, en það er að hefjast nýtt skeið í lífi mínu. Stundum held ég það sé satt, að lífið okkar sé fyrirfram ákveðið. Það er endalaust hægt að velta því fyrir sér, án þess þó að fá e-h niðurstöðu. Líka þegar talað er um stjörnurnar þegar þær snúa okkur í hag, þá sé meiri orka í okkur, og að við séum ákveðnari þegar svo er. Það er endalaust hægt að pæla í þessu, en hvort það er tilviljun eða satt er ómögulegt að segja. Ég held að líf okkar sé að e-h leiti fyrirfram ákveðið, en svo er okkar að vinna úr því. Það er hægt að stýga í ofuga átt við það sem forlögin hafa sagt, þá eru örlögin sem taka við er það ekki? Eða er samvinna þar á milli? Gaman að pæla í þessu
. Jæja aftur að stóra deginum. Nú verður allt sett á fullt, verð enn duglegri í ræktinni ég er búin að vera skera niður jafnt og þétt. Er búin að stýga skrefinu lengra á því sviði og ætla að halda mér þar, ég finn ég ræð vel við það. Sixpakkinn sést meira að segja, og ætla hafa hann ennþá sýnilegri
. Ætla líka að halda áfram að lappa upp á heimilið, nú verður allt sett á 770 fyrir stóra daginn. Yfir í annað, ætla að nota þessa helgi í að heimsækja vini. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér uppá síðkasstið að ég hef varla séð nokkurn mann, ætla að bæta úr því þessa helgi
. Heyri í ykkur elskurnar
20 dagar í afmælið mitt og 44 dagar í stóra daginn allt að gerast
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.