15.9.2007 | 19:34
Nú er alveg svoleiðis búið að snúa upp á hendurnar á mér;)
Hæ elskurnar Jebb nú er alveg svoleiðis búið að snúa upp á hendurnar á mér, varðandi að láta inn nokkrar uppskriftir. Síðast núna í morgun þegar Elísabet æskuvinkona mín mætti í morgunkaffi kl: 9 í morgun Það verður vonandi þannig aðra hverja helgi í aaallan vetur, dætur hennar æfa nefninlega skauta rétt hjá mér. það er þá mjög henntugt að koma í morgunkaffi til mín á meðan. Reyndar ætlast ég líka bara til þess. Eitt af því sem ég var með, með kaffinu í morgun var skyrkaka. Elísabet vildi endilega fá þessa uppskrift líka, þannig ég skelli henni líka inn, ásamt uppáhalds pasta réttinum mínum, hann er sérstaklega látinn hingað inn fyrir vin Elísabetar sem hún kallar Doddaling...... Tortellini réttur í piparostasósu, uppáhalds pastarétturinn minn..... 1 Tortellini poki m/ kjötfyllingu * Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Skyrkaka.... 1 stór Homblest kexpakki Homblest kexpakkinn er mulinn niður og látinn í botn skálarinnar. Þeytið rjómann, hrærið upp í skyrinu og blandið varlega saman við rjómann, hrærið vel og vandlega. Skyrhræringnum er hellt yfir kexið og látinn í frystir í ca klukkutíma. Jæja elskurnar, vona þið njótið góðs af þessu, heyri í ykkur......
|
Athugasemdir
Já elskan mín, hann er ljúfur sem lamb eins og alltaf. Það er búið að vera rosa gaman hjá okkur. Börnin tóku kitlu árás á mig, réðust á mig öll 3, héldu mér og kitluðu mig í kaf, geggjað stuð. Ég er náttúrlega brjálæðislega kitlin eins og þú veist.... Það er búið að vera ossa, ossa gaman hjá okkur.....
Lov jú baby
Silla Ísfeld, 15.9.2007 kl. 22:32
Ástarþakkir fyrir linkinn á þetta Lísa ... og sömuleiðis til þín Silla fyrir þessa lystisemd!!!! Ég þarf að bíða eftir tækifæri til að elda þetta fyrir mig og ég læt þig vita.
Þúsund þakkir!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:20
Silla Ísfeld, 16.9.2007 kl. 10:59
Það er rétt ... sterkur matur á ekki upp á pallborðið hjá þeim, en ég læt þig vita. Sjálfur vil ég hafa þetta rótsterkt, enda er ég sjaldan kvefaður ... eða alltaf (og þykist ekki vita af því!)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:04
Já það er voða gott að fá sterkan mat inn á milli, ég hef það svona spaí..... Ég virðist þola ótrúlega sterkan mat, á meðan aðrir eru másandi og blásandi í algjöru svita baði er ég hin rólegasta. Ég myndi samt ekki segja ég væri vön að borða sterkan mat, síður en svo, það er eins og ég segi, bara sparí!
Silla Ísfeld, 16.9.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.