12.9.2006 | 22:47
Þriðjudagur 12. september. 2006
Hæhæ
.
Nú er lífið aftur orðið normal eftir ótrúlega annasaman gærdag. Reyndar verður brjálað að gera hjá mér alla þessa viku. Ég verð að skipuleggja mig vel svo allt gangi upp. Úr einu í annað, alveg er það merkilegt. Í þau fáu skipti sem ég fer ekki á æfingu, (þá er það bara af því það hefur e-h komið upp á) virðist það alltaf hitta þannig á að einhver kemur og ætlar að hitta mig. Neibb undur og stórmerki , Silla Ísfeld ekki á staðnum
. Ætli það endi ekki með því að ég hringi inn og tilkynni forföll og láti kalla það upp í kallkerfið á 10 mín fresti. Silla Ísfeld mætir ekki í dag, þá þarf fólk ekki að leita af mér endalaust
. Síðast þegar féll úr dagur hjá mér, fyrir utan einn dag í síðustu viku var það í júní. þannig það er kannski ekkert skrítið þó það teljist til tíðinda að ég mæti ekki á æfingu. Ég er mjög samviskusöm, stundum einum of
. Sem er ekkert nema gott, þá er ég sáttari og læri meira af hlutunum. Bla, bla jólakaka. Yfir í annað ég er alveg komin á það að gera eitthvað GEÐVEIKISLEGA FRÍKAÐ við hárið á mér á fimmtudaginn. Hvað það verður, ég veit það ekki. Ég er til alls líkleg. Mig hlakkar svo til þegar stóri dagurinn rennir upp 23 okt, ég varla stjórna mér af spenningi. Þannig ég gæti allt eins mætt með bleikan hanakamb í ræktina á föstudaginn
. Nei ok, kannski ekki alveg, en ég ætla gjörsamlega að breita til og gera eitthvað nýtt
. Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt og breyta til
. Jæja ætla fara undirbúa morgundaginn, Lísa María fer í ballett á morgunn, svo fer að líða að því við förum að fara á ballett sýningar. Gerum það nokkrum sinnum yfir veturinn að fara á þannig sýningar, okkur þykir svo gaman að dansi. Það liggur við að Lísa María andi ekki þegar hún horfir á þessar sýningar, henni finnst þær æði og fær þvílíkan innblástur
. Þegar maður sér eitthvað svona hjá börnunum sínum. Eins og Lísa María með ballettinn og Elís Viktor með sönginn og fimleikana á maður að krýpa tækifærið og hvetja þau áfram. Leifa þeim að þróa þetta með sér, en passa að ýta ekki á þau. Þetta á að vera af viljanum gert, en ekki kvöð. Svo verður tíminn bara að leiða í ljós, hvað verður. Hvort þau halda áfram eða hætta.................Nú er ég hætt, ég lofa. Ég virðist oft detta inn á einhver uppeldisfræðileg comment í þessum bloggum mínum hhhhmmmm, skil ekkert í þessu
. Heyrumst á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.