15.10.2007 | 22:49
Frábær helgi að baki:)
Hæ elskurnar
Frábær helgi að baki, við börnin fórum í mat til Ragnheiðar vinkonu á föstudaginn, æðislegur matur og alltaf svo gaman að hittast og borða saman. Vorum nokkur saman komin, ekkert smá gaman. Komumst að því að Palli æskuvinur Ragnheiðar á afmæli 7 des eins og Lísa María. það fannst henni pínu skrítið, var nefninlega nýbúin að segja henni frá samstarfsfélaga mínum sem á líka afmæli 7 des. " Mamma rooosalega þekkirðu marga sem eiga afmæli sama dag og ég".
Á laugardeginum komu Elísabet og Viktor smári í morgunkaffi. Eftir hádegið fórum við í heimsóknir og um kvöldið fórum við í mat til Söndru og Ívars niðri, sátum frameftir og spjölluðum um heima og geima eins og venjan er. Mjög hentugt að fara í mat á næstu hæð fyrir neðan, maður er þá mikið rólegri yfir svefntíma barnanna. Og ef þau sofna, þá er það baaara allt í lagi, ekki mikið mál að halda á þeim á næstu hæð fyrir ofan.
Á sunnudeginum kíktum við í kaffi til Rannveigar systur, umm fengum pönnsur ossa gott. Hún á afmæli í dag og er 24 ára stelpuskott. Svo segir hún " jiii Silla pældu í því, ég er 24 ára" Ég horfði bara á hana, já ég er 32 ára. Svo spruuungum við úr hlátri, mætti stundum halda við værum ennþá á gelgjunni.... Við stórfjölskyldan fjölmenntum heima hjá henni, án þess hún fengi nokkru um það ráðið.....
Heyri í ykkur elskurnar
Athugasemdir
Takk fyrir það og verði þér að góðu elskan mín. Vááá sé það ekki fyrir mér gerast að ég gleymi hvað súkkulaði er rooosalega gott. Ég eeeelska súkkulaði....
Silla Ísfeld, 15.10.2007 kl. 23:26
Hææææææææjjj elskan mín, alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.. Þú ert alltaf svo yndislega jákvæð og skemmtileg... Innilega til hamingju með litlu sys
Annars vildi ég bara segja hæ þannig hæ og bæ híhí
Ellý (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:49
Hæ elskan mín, velkomin heim. Takk, takk Ellý mín... Ég var einmitt að hugsa til þín, hvort þú værir komin heim. Hlakka svo til að heyra....
Silla Ísfeld, 18.10.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.