Fimmtudagur 14. september. 2006

HæhæGlottandi

Vááá Þvílíka breytingin eftir nýju klippinguna mína og strípurnar, ég er alveg gaaaasalega lekkerGlottandi, Ég veit ekki hvort ég myndi vekja nokkuð meiri eftirtekt ef ég væri nakinUllandi. Af hverju ætli það sé? Ætli ég sé með bleikan hanakamb? Eða krúnurökuð? Það er ekki mjög langt síðan ég spurði ágætan vin hvort ég ætti að láta krúnuraka mig. Hann gaf að vísu ekkert út á það, en andaði mun léttar þegar hann sá ég hafði ekki gert þaðBrosandi. Nú eru breyttir tímar, allt í tísku og gaman að skapa sinn eigin stílGlottandi............. Dagurinn í dag var rosalega góður. Náði að komast yfir allt sem ég þurfti að gera, oooog dekra við sjálfan mig, klipping, strípur og ljós ótrúlega notóGlottandi. Það var alveg komin tími á dekur, ekki er hægt að líta út eins og lukkutröll um hausinn og jógúrt í framan, ooo nei. Hef hreinlega ekki haft tíma í þetta upp á síðkastið. Úr einu í annað, við Ellý vinkona og tvær aðrar erum að spá í að skella okkur á Footloose ekki þessa helgi, heldur næstu. Mig hlakkar ekkert smá til. Ég sá myndina svona 770 sinnum á yngri árum, mér hefur alltaf þótt ótrúlega gaman af dans Brosandi. Flass Danse sá ég ennþá oftar og læt hana meira að segja reglulega í spílarann, ef mér gefst tími til að horfa á sjónvarpBrosandi. Jebb svona er ég skrítin. Þegar við Elísabet vorum litlar fórum við oft niður í leikherbergi hjá henni, að semja dansa, svo voru strákarnir að kíkja á gluggan og njóstna um okkur, ótrúlega spennóGlottandi.  Úr einu í annað, ég er að verða 31 árs eftir 15 daga, ég held ég þurfi áfallahjálf. Rosalega líður tíminn hratt eftir 25 ára aldurinn. Mér líður alls ekki eins og ég sé að verða 31 árs, það er svo há tala.................. Iss... ég verð samt alltaf ung í anda, það er í ættinniUllandi. Heyri í ykkur á morgunn....Stóri dagurinn eftir 39 daga styttistUllandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband