16.9.2006 | 01:29
Föstudagur 15. september.2006
Halló halló
Þá er en og aftur komin helgi. Það verða komin jól áður en maður veit af. það er reyndar allt í lagi, ég er svo mikið jólabarn. En já, þessi helgi. Fer með Elís Viktor í söngskólan í fyrramálið. Hann er búin að velja sér 2 lög fyrir tímann á morgunn, eins og hann á að gera fyrir hvern tíma. Nema hvað, hann valdi sér lag sem hann kann ekki alveg. Hann kann byrjunina og alveg inní lagið og endirinn, en vantar alveg miðjukaflann. Ég á barnasöngbók með nánast öllum hugsanlegum barnalögum, þetta eru örugglega svona 200 lög eða meira. Þegar maður man ekki nafnið á laginu sem maður er að leita af, getur það tekið dágóðan tíma að finna lagið. En fann það að lokum, sló inn textabroti úr laginu á netið og fann það þannig. Eftir söngskólann er það ballett með Lísu Maríu. Stundartaflan breyttist úr því að vera bara á virkum dögum í ballett, yfir í miðvikudag og laugardag. Ég hef 20 mínútur í að koma okkur á milli úr söngskólanum og yfir í ballettinn. Ég næ því alveg, það er stutt á milli og hún verður bara komin í ballett fötin. Svo verður bara farið heim og verið þar. Börnin tjáðu mér það, þau vildu vera heima og leika við vini sína, þá verður það þannig. Ég fer reyndar í neglur seinnipartinn. Barnapíurnar vinsælu passa börnin á meðan, ég segi vinsælu af því börnin eeeelska þær. Þær hafa ekki þurft að passa fyrir mig mjög lengi, þannig það verða miklir fagnaðarfundir á morgunn. Það er svo aldrei að vita hvað mér dettur í hug að gera, það verður bara að koma í ljós. Ég verð ekki heima alla helgina, ekki séns, enda yrðu börnin afskaplega leið á því að vera bara heima. Förum í sund, skauta, heimsóknir eða e-h kemur í ljós. Heyri í ykkur elskurnar..... 38. dagar í stóru stundina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.