21.9.2006 | 23:58
Fimmtudagur 21. september.2006
Hæhæ
Hvað haldiði, núna rétt uppúr kl.21 var hringt á bjöllunni hjá mér sem er frekar óvenjulegt. Flest allir mínir gestir labba inn og segja hæ ertu heima, þannig ég vissi strax að þetta var e-h öðruvísi. Jú viti menn þarna stendur fjallmyndarlegur maður með æðisleg blóm í hönd og réttir mér eitt. Ég varð alveg undrandi, hef aldrei séð manninn áður. Þá var hann að safna pening til styrktar fátækum í e-h landi man ekki hvað heitir. Þeir eru svo klárir svona útlendingar, rétta mér blómið, rukka mig svo um pening, ég mátti ráða upphæðinni. Glætan ég hefði farið að skila blóminu, komin með það í hendurnar, ég elska að fá blóm, þá aðalega rósir, þær alveg bræða mig. En þetta flokkaðist undir blóm, þó ég þyrfti að borga fyrir það og fékk það alveg upp að dyrum. Yfir í annað börnin mín voru búin að byðja mig á þriðjudaginn var, að leifa sér að fara í Ævintýraland í Kringlunni í dag. Ég hef aldrei sett þau þangað áður. Lísa María var í afmæli á þriðjudaginn hjá bekkjarsystur sinni sem var haldið í Ævintýralandi upp frá því varð þessi spenningur. Ég leifði þeim semsagt að fara í Ævintýraland í dag á meðan ég skoðaði í búðir, bara að dúlla mér. Ég kom nú ekki alveg tómhent heim. ooo nei, ég gæti alveg verið á launum við að versla föt. Ég keypti geðveikar buxur á Elís Viktor og ótrúlega flotta peysu á Lísu Maríu. Oooooggggg svooooo keypti ég mér truflaðan topp, hvítan, riktur á milli brjóstanna með semelíusteinum á milli, aðsniðin og mikið opin í bakið, alveg niður að mjóbaki. Hann er semsagt truflaður. Ég ætlaði varla að tíma fara úr honum aftur, rosaleg skutla í honum. Nú er bara að býða eftir rétta tækifærinu. Yfir í allt, allt annað, hvernig væri að fjölmenna á konukvöldi létt 96.7 fimmtudaginn 5. okt. Friðrika vinkona verður þar þvílík tútta í tískusýningu og allt. Hún var dregin úr potti hjá Zikk Zakk og þvílíka trítið sem hún fær. Klipping, Strípur, föt, förðun, svo mun hún koma fram í vikunni á næstunni vegna þessa. Á konukvöldinu sjálfu á hún að taka þátt í tískusýningu. Þetta er alveg þvílíkur pakki sem hún er að fá, og kom á fullkomnum tímapunkti hjá henni. Hún er ótrúlega flott, ég náði í hana núna í vikunni í klippingu og keyrði hana í förðun. Ég held ég hafi talað um það meira en hálfa leiðina, hvað hún var flott. Mér finnst við eigum að koma allar saman og gera þetta að okkar kvöldi, smá tjútt skaðar engan. Það verða allskonar kynningar, föt, krem, hjálpartæki ástarlífsins, það er nú alltaf hægt að bæta einu í safnið. Það verður alveg heill hellingur í gangi, miðarnir eru ókeypis og rjúka út eins og heitar lummur. Við Friðrika ætluðum í fyrra en fengum hvorugar miða, sökum mikillar aðsóknar, þannig það er eins gott að vera tímalega í ár. Taka frá fimmtudaginn 5 okt, konukvöld létt 96.7. Jæja við stelpurnar hittumst á æfingu í fyrramálið, það verður skoooo tekið á því, bæði í blaðri og í æfingum. Mikið stuð og mikið gaman. Það er e-h sem ég er að gleyma segja ykkur, æ geymi það þá bara þangað til á morgunn. Ég á afmæli eftir 8 daga og stóri atburðurinn eftir 32 daga úúúfffff púúúfff, ég er að fara úr límingunum af spenningi, hafiði heyrt það áður. Heyri í ykkur elskurnar:*
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.