Sunnudagur 24. september. 2006

HæhæGlottandi

þetta er búin að vera frábær helgi, náði að koma miklu í verk. Ég átti eitt þroskaðasta samtal sem ég hef átt um langa hríð, við hinn ovirklinginn í fjölskyldunni, frænku mína í Noregi, hana Rakel mínaGlottandi. Alveg ótrúlega gott að tala við hana og er alveg 770% traust af 770%. Ég á ofboðslega erfit með að treysta fólki. Yfirleitt er það þannig að aðrir tala og ég hlusta og ráðlegg. Það hefur oft verið nefnt við mig að ég ætti að vera sálfræðingurGlottandi. Ég er langt því frá eins lagin við að treysta fólki, eins og ég get hlustað og ráðlagt. En takk fyrir Rakel mín fyrir spjallið en og afturBrosandi.  Yfir í annað, við stelpurnar ætluðum á Footloose núna um helgina, en hættum við, vorum of seinar að pannta miða, þannig það voru svo léleg sæti í boði. Það er ekki hægt, maður verður að fá góð sæti  þegar maður fer á svona sýningu, annað hvort það, eða ekki neittGlottandi. Ég fór í staðin á mynd í bíó, dansmynd (kemur á óvart, er það ekki) sem heitir Step up. Þetta er alveg tíbísk götumynd, en rosalega flottir bansar. Lokadansinn er geðveikur, ég fór alveg í fíling.  Geri það reyndar alltaf. þegar ég sé svona myndir, þær virka hvatning á mig. Ég er svo skrítin ég veitUllandi. Yfir í enn annað, unglingarnir sem ég er með í persónuráðgjöf eru búnir að byðja um að fá að hitta mig á afmælisdaginn minn, sem er næsti föstudagur. Þau vilja fá að hitta mig öll saman, sem er ekki normið. Hitti alltaf eitt í einu en ætla að láta það eftir þeim í þetta sinn. Förum öruglega út að borða rétt eftir hádegið og höfum það gaman, þeim langar svo að gera e-h með mér á afmælisdaginn. þau eru svo yndisleg, mér þótti ekkert smá vænt um þessa uppástungu hjá þeimBrosandi.  Yfir í allt, allt annað. Lísa María fer í aðgerð núna á þriðjudaginn. Það á að reyna koma upp röri í gallganginn hjá henni. Þetta hefur verið reynt áður, núna í júní síðastliðinn en án árangurs. Gallgangurinn var svo rosalega þröngur og líklega e-h fyrirstaða inní galganginum, þannig þeir reyndu í einn og hálfan klukkutíma án árangursFýldur. Nú á að reyna þetta aftur næstkomandi þriðjudag. Dagurinn verður þannig hjá okkur. Við vöknum og förum með Elís Viktor á leikskólann og þaðan beint niður á spítala. Við mæðgur verðum báðar fastandi þangað til hún fer í aðgerðina, sem verður gerð um hádegið, þá nota ég tækifærið og fæ mér að borða. Ég get ekki borðað fyrir framan hana á meðan hún er fastandi, ekki séns. Ef þessi aðgerð tekst, eru þessi veikindi frá. Við höfum farið á 8 innlagnir á spítala síðan í lok nóvember síðastliðin. Það má alveg segja að við séum komin með nóg. Hún er orðin rosalega þreytt á þessu og kvekt. Ég kvíði þessu rosalega mikið. Það er ekkert mál fyrir mig að vera fastandi með henni, ég hef einfaldlega ekki list. þegar mér líður illa og er kvíðin, missi ég alla matarlist, ég er með endalausa seddutilfiningu, þó ég sé ekkert búin a borða. En ég kvíði rosalega þegar svæfingargríman verður sett á hana. Síðast þegar þetta var gert, barðist hún eins og ljón í búri á móti grímunni. Ég reyndi að sannfæra hana eftir minni bestu getu og strjúka henni vangann, í von um að hún myndi róast niður. Að lokum varð ég að hjálpa til við að halda á henni höndunum. Ég get sagt ykkur, ef hjúkkan hefði ekki beðið eftir mér og labbað með mér aftur upp á deild, hefði ég gjörsamlega brotnað niður. Ég kvíði því svo, svo ,svo mikið að þetta verði svona aftur. Það er líka ótrúlega taugatrekkjandi að vera einn upp á deild og ganga um gólf og hugsa. Barnsfaðir minn verður að vinna og verður svo með Elís Viktor eftir leikskóla. Ég játa það fúslega, á svona stundu myndi ég vilja eiga kærasta. Einhvern sem hefur þétt og gott faðmlag, þannig mér finnist ég vera örugg. Æ stelpur þið vitið hvað það getur verið mikið huggun, að taka utan um þessa stráka. Þá næstum getur húsið hrunið, en við erum samt öruggar af því við erum í þeirra örmumGlottandi. Væli, væli, væli svo úr því verði pollur. En það væri samt gott að hafa góðan kærasta sér við hlið á svona stundu. Það er nú alveg ótrúlegt samt hvað mér hefur tekist að vera sterk fyrir framan dóttur mína, ég er hennar styrkur og hvatning. Hún má ekki sjá að ég sé kvíðin eða hrædd, þannig það er bara póker andlitið. Jæja ætla láta þetta duga þangað til á morgunn. Ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Það verður að sjálfsögðu engin æfing hjá mér á þriðjudaginn, þannig það verður tekið vel á því á morgunn. 29 dagar í atburðinn, 5 dagar í afmælið mitt. Vona að guð gefi mér bata dóttur minnar í afmælisgjöf, það væri stæðsta, mesta og besta afmælisgjöf sem ég hef fengið. Heyri í ykkur á morgunn............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband