Elsku litla prinsessan mín:)

Hæ elskurnarKissing

Hún Lísa María elsku litla dóttir mín á afmæli í dag. Hún er reyndar ekkert lítil lengur því í dag er hún 8 áraWizard. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða og hvað þessi börn stækka og þroskastSmile. Þetta litla skott fæddist 11.5 merkur og 48 cm, en nær mér núna upp að bringu, ég verð orðin amma áður en ég veit afW00t. Seinna í dag koma 24 börn í afmælispartý ossa gamanaTounge. Ætla að sýna ykkur nokkrar myndir af skvísunni í tilefni dagsinsGrin.

Picture 012

Þessi var tekin á ballettsýningunni um daginn, smá uppstilling fyrir myndasjúku mömmunaTounge.

Picture 013

Picture 046

Það kæmi mér ekkert á óvart að þessi elska myndi breytast í kött einn daginn, hún elskar ketti, og þeir hana eins og sést á myndinniWink.

c_documents_and_settings_mig_my_documents_my_pictures_2007-07-10_picture_045_379487.jpg

Picture 172

Jæja elskurnar þá vitiði hvað ég ætla að gera í dag eftir vinnu, eiga góðan dag með börnunum mínum og öllum hinum 24 afmælisgestunumWinkWizard.

Heyri í ykkur elskurnarKissingKissingKissing....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með Lísu Maríu - algjörar dúllumyndir af henni, og þetta er sko ríkidæmi í lagi

Vona að dagurinn verði ykkur yndislegur og skemmtilegur, gangi þér vel með skarann í dag

Kærar afmæliskveðjur aftur úr norðri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 07:52

2 identicon

Æj innilega til hamingju með litlu/stóru prinsessuna híhí.. æðislegar myndir.. vona að þið skemmtið ykkur ROSAvel í afmælisveislunni.. kossar og knúúús..

Ellý (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: eybergsmamman

Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína.  Hún er ÆÐI á þessum myndum:)

Njótið dagsins.....

eybergsmamman , 7.12.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Silla Ísfeld

Takk elskurnar fyrir afmæliskveðjurnar, lásum þær saman í gær. Henni fannst ekkert smá gaman að fá hamingjuóskir í tölvunni, og voða montin að vera svona sæt og mikið æði.

Afmælið tókst þrusuvel. Einn pabbinn hafði miklar áhyggjur af mér þegar hann vissi að ég yrði ein með 24 börn, mestu gaurarnir höfðu víst farið alveg með eina mömmuna í einu afmælinu. það gerðist nú ekki hjá mér, ég var með dagskrá fyrir börnin frá upphafi til enda. Kynnti hana fyrir þeim eftir matinn, þau voru ekkert smá spennt yfir henni og vildu halda vel á spöðunum svo þau myndu örugglega ekki missa af neinu. Ég get ekki annað sagt en þetta hafi gengið mjög vel, bjóst reyndar ekki við neinu öðru. Lísa María var alveg í skýjunum með afmælið sitt og allar afmælisgjafinar, og að sjálfsögðu afmæliskveðjurnar frá ykkur sem við lásum saman um kvöldið. Takk fyrir elskurnar

Silla Ísfeld, 8.12.2007 kl. 10:17

5 Smámynd: Friðrika Kristín

Hææjjj,

Hjartanlega til hamingju með daginn Lísa María skvísa! 8 ár! Nei, þú hlýtur að vera að grínast! Mér finnst svo stutt síðan ég var að ráðleggja þér Silla mín með ógleðina í byrjun meðgöngunar.. Og Lísa María svo pínu pons þegar hún kom í heiminn.. Dúsídú! Fallegar myndir af henni.

Hilsen

Friðrika

Friðrika Kristín, 8.12.2007 kl. 23:45

6 Smámynd: Silla Ísfeld

Takk fyrir Friðrika mín. Nei veistu, ég er ekkert að grínast, þú getur bara talið árin á syni þínum sem er nokkrum mánuðum eldri. Dííí já maður mannstu morgunógleðina, þú varst að komast yfir hana þegar ég var að byrja á henni. Ohh ég var með þessa blessuðu ógleði 24/7 í 16 eða 18 vikur, sem betur fer er ég búin með þennan pakka takk fyrir, takk.... Já hún var pínu pons, rétt lófafylli í lófanum á pabba, þurfti að kaupa á hana fyrirburaföt, því minnstu nýburafötin vöru eins og á tröll miða við hana.....

Silla Ísfeld, 9.12.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband