25.9.2006 | 23:34
Mánudagur 25. september.2006
Hæhæ
Það munaði engu að ég hefði misst geðheilsuna í dag, þegar dóttir mín var tínd í einn og hálfan klukkutíma. Eftir skóla á hún að fara í Tígrisbæ sem er gæsla fyrir þau börn sem eiga foreldra sem vinna lengur en skóladagurinn segir til um. Hún á að vera þar frá 14.30- 16.00 alla daga. Það vildi þannig til í dag að systir mín ætlaði að ná í Lísu Maríu og koma henni á óvart. Þegar Rannveig kom klukkan að ganga 15.00, var Lísa María ekki komin í Tígrisbæ, við erum að tala um nokkur skref sem hún þarf að ganga úr skólastofunni og í Tígrisbæ. Um kl.15 hóst leitin og var þá ekki búið að láta mig vita að dóttir mín væri týnd. Systir mín hringdi í mig rétt yfir 3 og lét mig vita. Mér brá ekkert smá, líka að hafa ekki verið látin vita allan þennan tíma. Ég brunaði heim úr vinnunni í hvelli, alveg hefði ég viljað vera á jarðýtu að ýta þessum hægfara sníglum af götunni. Keyrandi um á 60-70 á vinstri, alveg merkilegt. Ég hef keyrt um í mörgum löndum, þetta er bara svona á Íslandi. Jæja, ég byrjaði á því að fara heim, taka bekkjarskránna og hringja í þær bekkjasystur hennar, sem ég veit að eru ekki í Tígrisbæ. Ef hún hefði farið heim með einhverri af þeim. Að lokum var það ein bekkjarsystir hennar sem gat sagt mér hvar hún sá Lísu Maríu síðast, og með hverjum hún var. Þar með var hún fundin kl. 4 búin að vera týnd í einn og hálfan klukkutíma. Þetta var svo saklaust hjá Lísu Maríu. Hún fór heim með bekkjarsystur sinni sem á heima rétt hjá skólanum, Lísa María þurfti nefninlega að fara á klósettið, var alveg í spreng. Svo fóru þær stöllur bara að leika aðeins inní herbergi hjá stelpunni og gleymdu tímanum. Ég brýndi það fyrir henni vel og rækilega að gera þetta aldrei aftur. Næsta skref var að hringja í lögregluna, hún fékk líka alveg að vita það, til að skilja hversu hrædd ég var. Ég var að tapa mér. Ég veit ég er ennþá rosaleg ungamamma, en þetta flokkast ekki undir það. Stundum dettur mér í hug, í staðin fyrir að vera með e-h æðislegum kærasta í helgarferð erlendis á góðu hóteli, með frábæru útsýni á 35 ára afmælinu mínu, eftir 4 ár. Verði ég í herbergi með rimlum fyrir gluggunum, í hvítu húsi með rauðu þaki við sundin blá, með öllum hinum brjálæðingunum, útbrunnin af áhyggjum af þessum blessuðu börnum mínum. Nei, nei ég segi svona, tek hlutunum að öllu jöfnu með jafnaðargeði, annars væri ég nú ekki stödd þar sem ég er í dag. Get bara engan vegin verið róleg ef barnið mitt er týnt og hananú. Lísa María fékk að fara í hina langþráðu heimsókn til Rannveigar systir, á meðan fórum við Elís Viktor í fimleika. Fórum svo heim og bjuggum til plokkfisk og höfðum hann tilbúin þegar Lísa María kom heim. Þessi plokkfiskgerð var að ráðum gerð, þar sem Lísa María ELSKAR plokkfisk. Hann er eitt af því fáa sem hún má borða, þannig ég geri hann nokkuð oft. Hún á að fara í aðgerðina á morgunn. Við meigum mæta um 10 en ekki seinna en það. Ég notaði tækifærið í dag og bað hjúkkuna að ganga frá því að Lísa María fengi stærri skamt, af kæruleysislyfjum fyrir svæfinguna, til að koma í veg fyrir að hún verði svona hrædd eins og hún varð síðast. Hún ætlaði að ganga frá því fyrir mig sem betur fer, það er ekki hægt að bjóða barninu upp á annað. Það er nefninlega fylgni á milli þess þegar fólk sofnar illa í svæfingu, vaknar það líka illa. Sem betur fer var það ekki þannig hjá Lísu Maríu síðast, þrátt fyrir að hún hafi sofnað í brjálæðiskasti. það er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef séð barnið mitt svoleiðis og það er nóg fyrir lífstíð. Fyrir aðgerðina verðum við uppi á 3 hæð á barnaspítalanum, eftir aðgerðina, sem verður gerð eftir hádegi, flytjumst við niður á 2 hæð og verðum þar líklegast bara yfir nótt. Förum svo heim. Ef þessi aðgerð tekst, er henni batnað. Ég er ekki búin að segja Llísu Maríu frá þessu ennþá, ætla ekki að gera það fyrr en á morgunn. Ég vil ekki að hún spennist upp og verði kvíðin, það er alveg óþarfi, þetta verður alveg nógu erfitt fyrir hana samt. Þessa litlu hetju, hún er alveg ótrúlega sterk. Eftir þessa aðgerð, ætla ég að gera e-h fyrir hana, veit bara ekki alveg hvað það er. Eftir að ég hef fylgt Lísu Maríu niður og hún sofnuð, er ég bara ein upp á deild að býða eftir að ég megi fara niður á vöknum til hennar. Mér finnst það ótrúlega gott, ég er það síðasta sem hún sér þegar hún sofnar og það fyrsta sem hún sér þegar hún vaknar. En allavegana, byðin er ótrúlega erfið, aðgerðin tekur 2-3 tíma endilega ef þið hafið tök á því. Nenniði að hringja í mig og spjalla við mig. Það er bannað að hugsa, það eru svo margir sem hringja í hana, þá hringir engin. Mér þykir líka bara vænt um að vita að þið hugsið til okkar. Jæja ætla fara pakka niður, byðja bænir og fara sofa. Læt ykkur vita hvernig fer. Góða nótt elskurnar.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.