28.9.2006 | 00:36
Miðvikudagur 27. september.2006
Hæhæ
Aðgerðin tókst. Já aðgerðin tókst. Dóttur minni er batnað. Loksins!!!. Eftir 8 innlagnir, 9 bráðatilfelli, 3 aðgerðir, 2 dagheimsóknir em þýðir rannsókn með svæfingu, 6-8 heimsóknir í reglubundið eftirlit til læknis er elsku litlu dóttur minni batnað. Þegar ég gekk langa ganginn sem liggur undir spítalanum, frá Barnaspítalanum og yfir í gamla spítalann(þarf að ganga hann þegar ég fer með hana í aðgerðarstofuna og á vöknun) byrjuðu tárin að streyma niður, ég réði ekkert við þetta, fólk horfði alveg á mig sem gekk á móti mér. Mér var svo slétt sama. Það er svo rosalegur léttir að þetta hafi tekist og mikið spennufall í leiðinni, að tilfiningarnar réðu ekkert við þetta. Þetta er búið að vera svo erfitt fyrir þetta litla grey, þó hún kvarti aldrei. Hún hefur staðið sig eins og hetja í gegnum öll þessi veikindi, sem hafa reyndar þroskað okkur rosalega mikið. Þó að þetta sé búið á hún að vera á sama sérfæðinu e-h áfram, tökum svo smátt og smátt inn nýja fæðu en það verður ekki alveg strax. Við erum að stefna að hún fái súkkulaðiköku í afmælinu sínu 7 desember. Hún hefur ekki fengið köku í 1 ár, þegar hún er í afmæli verður hún að fá ristabrauð, má fá hlaup og frostpinna sem er ekki með súkkulaði. Þannig það hefur ekkert bara verið spítalavistin sem hún hefur þurft að ganga í gegnum, heldur líka alveg rosalegur sjálfsagi í mataræði. Hún hefur þurft að vera á próteinlitlu fæði og fitulausu, þannig aðal uppistaðan er kolvetni. Hún má t.g ekki fá skyr, það er of mikið prótein, engar unnar kjötvörur, ekki einu sinni sykurlausan sleikjó, þó hann sé sykurlaus er mikil fita í honum. Eftir þessi veikindi veit ég innihald í nánast öllu. Það var nú eins gott að ég var vel að mér í næringarfræði og er orðin enn betri. Lísa María veit líka alveg uppá hár hvað fita er, prótein og kolvetni. Svo spyr hún, mamma er of mikið prótein í þessu. Fólk horfir stundum á hana í búðum, hún er náttúrlega bara að verða 7 ára að spá í prótein innihaldi í búðum, fólkið veit að sjálfsögðu ekki söguna sem liggur að baki. Hún er svo ótrúlega mikil hetja. Ég ætla að gera e-h fyrir hana, e-h alveg sérstakt sem hún gleymir ekki. Hefði viljað fá góðan vin í heimsókn, sem hún alveg elskar. Hún stendur stjörf þegar hún sér hann og þorir ekki að segja múkk. Eins og staðan er í dag er það harla ólíklegt að svo verði. Læt mér detta e-h í hug. Yfir í annað, mig langar til að þakka ykkur innilega fyrir símhringingarnar og sms-in, það var rosalega gott að heyra í ykkur og vita að þið hugsuðuð til okkar. Takk innilega fyrir, ég met það mikils, það er gott að eiga góða að. Jæja ætla fara að sofa, þarf að vakna kl.5. Já 5. Þarf að vera mætt á æfingu kl.6, þannig mun það ver aá fimmtudögum. Stelpurnar sem ég æfi með vilja helst alltaf vera svona snemma, en ég hef ekki tök á því nema einu sinni í viku, þá eru börnin hjá pabba sínum. Nú eru þær að sparka þvílíkt í mig, vilja endilega að ég fá mér kærasta, allavegana virka daga sem getur verið heima hjá börnunum á meðan ég fer á æfingu kl 6 á morgnanna. Hlutirnir ganga nú ekki alveg svona hratt fyrir sig, það þyrfti að líða allavegana 6 mánuðir svo hann fengi að sofa undir sama þaki og börnin mín. Hann mætti samt alveg sofa hjá mér, þá daga sem börnin eru hjá pabba sínum. Það hefur bara satt að segja ekki verið neinn tími til að kynnast neinum kærasta, þegar þegar maður hefur verið með annan fótinn á spítala í næstum ár. Nú er þeim pakka lokið og aldrei að vita hvað gerist. Pæliði í því dóttur minni er batnð Heyri í ykkur á morgunn, góða nótt elskurnar........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.