29.9.2006 | 00:08
Fimmtudagur 28. september. 2006
Hæhæ
Ohh ég greyp alveg fyrir andlitið þegar ég las yfir bloggið mitt í dag ( bloggið frá því í gær). Ég óð bara úr einu í annað án þess að skýra neitt, ég var ofboðslega þreytt þegar ég skrifaði bloggið, fyrir utan að vera ekki í jafnvægi. Svo ég skýri ástandið aðeins betur, fyrir þá sem ekki skildu. Þá tókst semsagt aðgerðin á dóttur minni, sem var verið að reyna í annað skipti. Þetta hefur allt að segja varðandi hennar bata. Alveg ótrúlegur léttir, og mikið spennufall að þetta hafi gengið upp
. Eftir að Lúther ( barnasérfræðinurinn okkar) kom og sagði mér fréttirnar er eins og ég hafi misst heyrnina. Ég heyrði þegar hann sagði, þetta tókst, svo endurómaði það í hausnum á mér og gerir enn
. Þetta er búið að vera ótrúlega langt, erfit og þroskandi ferli sem við höfum verið að ganga í gegnum síðastliðið ár.
Þegar ég talaði um að tárin hafi streymt niður án þess að ég réði nokkuð við það, var ég að tala um þegar ég var á leiðinni á vöknun og búin að heyra góðu fréttirnar. Þegar Lísa María var komin með fulla meðvitund, sagði ég henni fréttirnar. Hún var ekkert smá glöð og léttirinn sem ég sá á henni, það var eins og dulu hefði verið svift af henni. Svo greinilega sá maður léttirinn á henni
. Svo mætti hún galvösk í skólann í morgunn og sagði frá rörinu sem hún er með í maganum, það væri hvítt og nú væri henni batnað
. Hún er ótrúleg hetja, það er ekki að sjá á henni hvað hún hefur verið mikið veik, ekki til í því. Henni líður vel eftir aðgerðina og strax alveg ótrúleg orka í henni. Þið eruð kannski að velta fyrir ykkur hvort hún hafi mátt fara svona snemma í skólann aftur. Já hún mátti það, ég myndi aldrei, aldrei, aldrei voga mér að taka nokkra sénsa ef ég væri ekki fullviss og í samráði við barnasérfæðinginn okkar. Maður leikur sér ekki að eldinum varðandi börnin sín, þau eru það dýrmætasta sem við eigum.
Yfir í allt annað, ég ætlaði á æfingu kl.6 í morgunn en svaf á mínu græna og vaknaði ekki einu sinni við klukkuna. Alveg gjörsamlega búin á því. Ég fór því ekkert á æfingu fyrr en um hálf tíu og var ekki að gera mitt besta
. Ég var alveg gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega, það mætti halda að ég hefði verið í aðgerð en ekki dóttir mín. Nei, nei þetta flokkast undir spennufall, þá kemur þreytan yfir mann sem maður hefur ýtt á undan sér í langan tíma.
Við stelpurnar sem æfum saman ætlum að hittast á morgunn á okkar venjulega tíma og taka fætur. Hemmi verður ekki með okkur, við verðum bara sjálfar. Þá stjórna ég
. Þá kemur púkinn í mig og ég píni þær alveg í botn
. Annars minnti Hildur mig á það, ég ætti afmæli á morgunn. Veit ekki hvort hún er að vonast eftir að ég verði e-h betri þá
. Síðast þegar ég átti afmæli og varð 30 voru stelpurnar og Hemmi búin að taka sig saman, kaupa súkkulaðiköku, mjólk og rjóma, plötuðu mig upp úr skónum. Sögðu að við værum að fara út að skokka og löbbuðum með mig í gegnum Laugar kaffi. Þá beyð þetta mín á borðinu, ekkert smá sætt hjá þeim. Þessu gleymi ég aldrei
.
Á morgunn mun ég fara með 2 af börnunum sem ég er með í persónuráðgjöf að fá okkur e-h ís rétt í staðin fyrir að fara út að borða. Sem legst bara vel í mig, þar sem ég ELSKA ÍS. Það hittir þannig á morgunn að við höfum svo takmarkaðan tíma, þannig við ákváðum að fá okkur e-h fljótlegt. Þau vildu endilega gera e-h í tilefni dagsins. Svo seinnipartinn koma þeir sem standa manni næst, fjölskylda og vinir í smá kaffi. Það hefur verðið vaninn í gegnum árin. Ég ætla ekkert að halda neina veislu, ég er bara 31 árs, þetta verður bara svona rennerý á fólki. Kemur eftir vinnu og fær sér e-h í goggin, í verðlaun fyrir að muna eftir deginum mínum
. Það er nú ekkert sjálfgefið að fólk muni eftir afmælisdögum í amstri dagsins, fólk hefur alveg nóg með sjálft sig. Ég tek svona Skinner á fólkið, gef því að borða í staðin fyrir að muna. Skinner var með hundana, matinn og búrið. Hundarnir voru í búri matarlausir. Ef hundarnir náðu að ýta á takka opnaðist búrið og þeir gátu fengið sér mat, annars ekki. Að lokum varð þetta lærð hegðun eða virk skilyrðing
. Svona geri ég við fólkið mitt sem kíkír á mig á afmælisdaginn. Það man daginn og fær að borða í staðin. Svona gengur þetta ár frá ári
. þetta þurfti ég að les og læra í leikskólakennaranum allskonar tilraunir sem helstu uppeldisfrömuðir gerðu á sínum tíma, sem hægt er að færa yfir á börnin. Það var ótrúlega gaman að lesa þetta, náttúrlega mitt áhugasvið, Uppeldisfærði og sálfræði
. En ég er samt bara að grínast, ég hugsa ekki um kaffiboð á þennan hátt, bara svo það sé á hreinu
.
Vitiði hvað einn unglingurinn sagði við mig þegar fór að nálgast afmælið mitt, þetta er svona vika síðan. "Silla langar þig ekkert að vera ung aftur". ÞETTA ER EKKI VINSÆL SPURNING. Mér finnst ég ekkert gömul, og ofan á það er ég ung í anda. Það er nú ekki eins og ég sé að verða einhver ellismellur. Fólk er aðeins búið að vera stríða mér, veit ekki hvort svipurinn á mér kallar á stríðni varðandi aldurinn, eða hvað það er. þá hefur fólk allavegana gaman af því að pota aldrinum í mig. Jæja ætla láta þetta gott heita í bili, enda orðin heljarinnar klausa. Ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Heyri í ykkur á morgunn, góða nótt elskurnar
.
Athugasemdir
Hææææææææææææ elskan mín og til hamingju með daginn elskan mín!!!!!!!!! Reyndar í annað skiptið sem ég segi þetta við en það er nú allt í lagi. Mikið rosalega var gaman að tala við þig áðan og þegar þú sagðir mér góðu fréttirnar um LM.. ó mæ god... þvílíkur léttir! Loksins tókst það!!
Vildi bara kvitta fyrir mig elskan... er hálf slöpp ennþá en við reynum að stefna á morgundaginn ástin mín. Eigðu frábæran dag elskan! Elska þig ótrúlega mikið.
kv. Elísabet
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.