19.12.2007 | 00:03
Strumpurinn minn litli á afmæli í dag:)
Hæ elskurnar
Jæja nú er allt að smella fyrir jólin, Jólafötin á börnin komin, jólaklippingin, jólahreingerningin, allt orðið vel skreytt, á bara 3 jólagjafir eftir, möndlugjöfina og að senda jólakortin þá er allt komið.
Fyrir nákvæmlega 6 árum síðan kom elsku litli strumpurinn minn í heiminn, reyndar var hann ekkert svo lítill 16,5 merkur og 54 cm, kom samt 10 dögum fyrir tímann. Miða við systur sína sem var 11,5 merkur og 48 cm og kom 17 dögum fyrir tímann. Mér finnst þetta frábær skipting eitt lítið barn sem var stelpa, og eitt meðalstórt barn sem var strákur, og bæði lítil desember jólabörn....
Hérna koma nokkrar myndir af afmælisbarninu, hann er svooo mikill strumpur....
Ótrúlegur dýravinur.
Hann er líka mikill rokkari og elskar að syngja og leika sér að spila á gítar
Í dag er stór dagur, fyrst er það jólaball í skólanum hjá börnunum og síðan afmælið hans Elís Viktors beint þar á eftir. Hann ætlar að bjóða bekknum sínum og nokkrum auka vinum ossa gaman og mikil tilhlökkun.
Jæja elskurnar ætla halda áfram að undirbúa afmælið, heyri í ykkur....
Athugasemdir
Takk fyrir ástin mín, já sjáustum á morgun, hlakka til að sjá ykkur elskan mín....
Silla Ísfeld, 19.12.2007 kl. 00:38
Elsku besta Silla ... innilega til hamingju með strumpinn þinn litla!
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Elís Viktor,
hann á afmæli í dag!!!!
Innilegar hamingjuóskir, kærar kveðjur og knús!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 02:05
Takk fyrir elsku Doddi minn
Bestu kveðjur norður til ykkar....
Silla Ísfeld, 19.12.2007 kl. 02:19
Til hamingju með stóra sæta strákinn þinn:)
Njótið dagsins.....
eybergsmamman , 19.12.2007 kl. 07:24
Þakka þér fyrir Ásta mín.
Eins og með Lísu Maríu lásum við Elís Viktor afmæliskveðjurnar saman, eftir sjálft afmælispartýið. Honum fannst það ekkert smá gaman.
Takk innilega fyrir kveðjurnar....
Silla Ísfeld, 20.12.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.