30.9.2006 | 00:10
Afmælisdagurinn minn 29. september. 2006
Hæhæ
Alveg er þetta búið að vera dásamlegur dagur. Mætti Regnboganum þegar ég var rétt ný farin út úr dyrunum í morgunn, ég elska Regnbogann. Veit ekki hvað það er, mér líður svo vel þegar ég sé hann. Skrítin, nei, bara ég sjálf........
Vitiði hvað stelpurnar sem ég æfi með og Hemmi gerðu? Ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Eftir æfingu komu þær með rosalega stóra gjafakörfu. Í henni voru 3 tegundir af osti, 3 tegundir af kexi í stórum patningum, rauðvín, svo fékk stór kassi af súkkulaði rúsínum að fljóta með. Hildur sagði, "ég þóttist vita hvað þú ert mikið fyrir súkkulaði rúsínur, þannig þær voru látnar fylgja". Ó já, ís og súkkulaði rúsínur, það er uppáhaldið mitt. En þau eru brjáluð. Þetta var svo stórt, það var ekkert hægt að leyna þessu á nokkurn hátt. Þær gáfu mér þetta inní sal, enda fylgdist fólk með og brostu til mín. Margir hverjir komu til mín og óskuðu mér til hamingju. Ég átti svo innilega ekki von á þessu. Þetta er ekki stórafmæli, ég er bara 31 árs. Ef fólk man eftir deginum mínum er ég sátt, koss og knús er ennþá betra, allt annað er bónus. Þetta var ekki það eina, því frá öðrum vinkonum mínum fékk ég afmælissönginn, líka í salnum. Spáiði í byrjun á degi, þetta var bara fyrir hádegi, svo var allur dagurinn eftir. Hann er búin að vera frábær, margir búnir að hringja og senda sms, aðrir kíktu í heimsókn. Fékk pening frá nokkrum og ætla í næstu viku að fara kaupa mér föt.
Ég er vön að kaupa mér föt í hverjum mánuði, uppá síðkasstið hefur e-h dregið úr því. Það er búið að vera svo mikið af útgjöldum í ágúst og september. Allt skóladótið fyrir Lísu Maríu, ballettgjald, fimleikagjald, söngskólinn, föt á börnin ásamt útifötum og ýmislegt fleira. Nú er þessu lokið í bili. Nú er komið að mér, ætla að fara í næstu viku, nota tækifærið þegar börnin eru hjá pabba sínum. Ég ætla kaupa mér buxur, ég er buxna, skó og toppa fíkill. Nú er toppa tímabilið að byrja, þá koma svo geðveikir toppar. Svona fínir, ekki þetta bómullar drasl sem maður notar ekki einu sinni í gluggaþvott. Er þegar búin að kaupa mér einn æðislegan. Fyrir jólin í fyrra, hugsaði ég alltaf. Ææ ég ætla að eins að býða með að kaupa þennan topp. Ég sá svo eftir því, því svo voru þeir farnir næst þegar ég kom. Nú verður nýr toppur í hverri viku. Mig vantar líka aðsniðin ljósan jakka, sem getur gengið við gallabuxur og gallapils. Ljósa kápu fyrir jól við fína galakjólinn minn og svona sitt lítið af hverju. Já nú ætla ég heldur betur að taka mig í gegn. Ég er alltaf að kaupa e-h á börnin mín, nú er komið að mér að fá að vera með og hananú, ég má líka. Jæja ætla láta þetta nægja í bili, þetta er búin að vera yndislegur afmælisdagur. Takk fyrir mig, þið sem tókuð þátt í honum með mér....... Góða nótt, ætla fara lesa......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.