Sunnudagur 1. október.2006

Sæl og blessuð öllGlottandi

Þetta er búin að vera frábær helgi og vel nýtt með börnunum mínum. Erum búin að fara í mikið af heimsóknum þessa helgi. Fórum í barnaafmæli á laugardaginn, heimsókn til mömmu og pabba, hittum þar Róbert frænda sem er bróðir pabba og að sjálfsögðu Jóa frænda(bróður minn)Brosandi. Á sunnudeginum fórum við í heimsókn til ömmu(langömmu barnanna), hittum þar Rikka frænda, bróður mömmu, pabba Rakelar sem er hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunniGlottandi. Það var semsagt nóg að gera í að heimsækja vini og ættingjaBrosandi. Er þetta ekki skemmtileg upptalningGlottandi.

Jæja fórum svo í sunnudagbíltúrinn, það má ekki sleppa honum, það væri e-h skrítinn sunnudagur. Eins og ég hef sagt ykkur áður förum við á sunnudögum, fáum okkur ís, keyrum niður á höfn og svo út á flugvöll, þetta finnst okkur æði. Ég er alin upp við þetta sjálf og hef haldið þessu í gegnum árin, meira að segja þegar börnin voru ekki fædd, en ég samt sem áður flutt að heiman. Mér líður ótrúlega vel í kringum sjóinn, enda var hann minn helsti leikvöllur á mínum fyrstu bernsku árum. Flugvélarnar, mér finnst þær spennandi og hefur alltaf þótt, það hef ég frá pabba mínumGlottandi. þegar ég hef verið með Lísu Maríu á spítalanum, finn ég rosalegan mun ef við erum í herbergi sem snýr að flugvellinum. Á meðan hún lagði sig á daginn, eftir að hafa fengið verkjarlyf, gat ég eitt heilu stundunum í að horfa á flugvélarnar, litlu rellurnar koma og fara. Þá var ég með hreyfingu fyrir framan mig, umferðin, flugvélarnar þá stóð tíminn ekki kyrr á meðan hún svaf. Náði þannig að dreifa að huganum. Einstaklingherbergin snúa í hina áttina, þá sér maður ekki neitt nema aðrar sjúkrastofur og hús. Enda var tíminn mikið lengur að líða þegar við snerum í þá áttina. Þetta er alveg ótrúlega sálrænt. Sem betur fer er þessu lokiðBrosandi.

Allavegana við reynum eftir fremsta megni að fara í sunnudagsbíltúrinn okkar, sem er orðin löngu orðin hefðGlottandi. Það var ekkert smá mikið að gerast á flugvellinum í dag. Greinilega nemar að æfa sig að lenda og taka á loft. Vélarnar voru rétt lentar, þegar þær tóku aftur á loft og ekkert smá mikið af flugvélum. Mér datt helst í hug að nemarnir væru að æfa sig fyrir verklegt próf. Við höfum aldrei séð svona mikla umferð á vellinum áður. Þarna duttu börnin heldur betur í lukkupottinn, þeim fannst þetta alveg þvílíkt sport og ekki var ég skárriUllandi. Stundum þegar við komum er nefninlega ekkert að gerast.

Yfir í allt annað, næsta fimmtudag er konukvöld létt 96,7, allar konur að mæta og ekkert múðurGlottandi. Friðrika vinkona tekur þátt í tískusýningu zikk zakk. það er búið að byrta myndirnar af henni í vikunni, þvílík skvísaGlottandi. Hversu oft fáiði kvöld bara fyrir ykkur stelpur, já nákvæmlega, mjög sjaldan. Þess vegna er það nógu góð ástæða til að skella sérGlottandi. Jæja ætla láta þetta gott heita, fer á æfingu í fyrramálið eins og vanalega. Núna eru 22 dagar eftir í stóru stundina og 18 dagar þangað til  undirbúningur hefst. VÁ MIKIÐ ROSALEGA HLAKKA ÉG TILUllandiUllandiUllandi....... Læt myndir helgarinnar inn á morgunn, ætla fara undirbúa daginn á morgunn og lesa, er að lesa ótrúlega góða bók....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband