1.10.2006 | 22:37
Sunnudagur 1. október.2006
Sæl og blessuð öll
Þetta er búin að vera frábær helgi og vel nýtt með börnunum mínum. Erum búin að fara í mikið af heimsóknum þessa helgi. Fórum í barnaafmæli á laugardaginn, heimsókn til mömmu og pabba, hittum þar Róbert frænda sem er bróðir pabba og að sjálfsögðu Jóa frænda(bróður minn). Á sunnudeginum fórum við í heimsókn til ömmu(langömmu barnanna), hittum þar Rikka frænda, bróður mömmu, pabba Rakelar sem er hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunni
. Það var semsagt nóg að gera í að heimsækja vini og ættingja
. Er þetta ekki skemmtileg upptalning
.
Jæja fórum svo í sunnudagbíltúrinn, það má ekki sleppa honum, það væri e-h skrítinn sunnudagur. Eins og ég hef sagt ykkur áður förum við á sunnudögum, fáum okkur ís, keyrum niður á höfn og svo út á flugvöll, þetta finnst okkur æði. Ég er alin upp við þetta sjálf og hef haldið þessu í gegnum árin, meira að segja þegar börnin voru ekki fædd, en ég samt sem áður flutt að heiman. Mér líður ótrúlega vel í kringum sjóinn, enda var hann minn helsti leikvöllur á mínum fyrstu bernsku árum. Flugvélarnar, mér finnst þær spennandi og hefur alltaf þótt, það hef ég frá pabba mínum. þegar ég hef verið með Lísu Maríu á spítalanum, finn ég rosalegan mun ef við erum í herbergi sem snýr að flugvellinum. Á meðan hún lagði sig á daginn, eftir að hafa fengið verkjarlyf, gat ég eitt heilu stundunum í að horfa á flugvélarnar, litlu rellurnar koma og fara. Þá var ég með hreyfingu fyrir framan mig, umferðin, flugvélarnar þá stóð tíminn ekki kyrr á meðan hún svaf. Náði þannig að dreifa að huganum. Einstaklingherbergin snúa í hina áttina, þá sér maður ekki neitt nema aðrar sjúkrastofur og hús. Enda var tíminn mikið lengur að líða þegar við snerum í þá áttina. Þetta er alveg ótrúlega sálrænt. Sem betur fer er þessu lokið
.
Allavegana við reynum eftir fremsta megni að fara í sunnudagsbíltúrinn okkar, sem er orðin löngu orðin hefð. Það var ekkert smá mikið að gerast á flugvellinum í dag. Greinilega nemar að æfa sig að lenda og taka á loft. Vélarnar voru rétt lentar, þegar þær tóku aftur á loft og ekkert smá mikið af flugvélum. Mér datt helst í hug að nemarnir væru að æfa sig fyrir verklegt próf. Við höfum aldrei séð svona mikla umferð á vellinum áður. Þarna duttu börnin heldur betur í lukkupottinn, þeim fannst þetta alveg þvílíkt sport og ekki var ég skárri
. Stundum þegar við komum er nefninlega ekkert að gerast.
Yfir í allt annað, næsta fimmtudag er konukvöld létt 96,7, allar konur að mæta og ekkert múður. Friðrika vinkona tekur þátt í tískusýningu zikk zakk. það er búið að byrta myndirnar af henni í vikunni, þvílík skvísa
. Hversu oft fáiði kvöld bara fyrir ykkur stelpur, já nákvæmlega, mjög sjaldan. Þess vegna er það nógu góð ástæða til að skella sér
. Jæja ætla láta þetta gott heita, fer á æfingu í fyrramálið eins og vanalega. Núna eru 22 dagar eftir í stóru stundina og 18 dagar þangað til undirbúningur hefst. VÁ MIKIÐ ROSALEGA HLAKKA ÉG TIL
....... Læt myndir helgarinnar inn á morgunn, ætla fara undirbúa daginn á morgunn og lesa, er að lesa ótrúlega góða bók....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.