3.10.2006 | 22:58
Þriðjudagur 3. Október.2006
Hæhæ
Jæja dömur þá fer konukvöldið að renna upp, það verður á fimmtudaginn 5 október, eru þið ekki allar búnar að tryggja ykkur miða. Ég er búin að tryggja mér miða, hlaða myndavélina, tæma mynda kortið, nú er bara að bíða eftir deginum sjálfum
. Við erum hópur af stelpum sem ætlum saman, það er svo gaman að vera saman
.
Þá er loksins komið að því að fara á Footloose, förum á sunnudaginn. Hlakka ekkert smá til. Ég er búin að pannta miðana og næ í þá á morgunn, fengum frábær sæti. Ég er búin að heyra mjög misjafna dóma varðandi þennan söngleik, flestir eru sáttir. Það er eins með svona söngleiki, eins og margt annað, maður verður að passa að gera ekki of miklar væntingar. Þetta er leikhús, ekki mynd, á íslensku, ekki ensku. Þá koma hlutirnir öðru vísi út. Ætli það sé ekki bara fólkið sem fer sjaldan í leikhús, sem fílar þetta ekki, finnst það ofleikið, eins og maður heyrir oft hjá fólki sem fer sjaldan í leikhús. Æ ég veit það ekki, ég ætla allavegana að fara, ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ
. Mér finnst voða gaman að fara í leikhús, tónleika, skoða listaverk. Svo við tölum aðeins um listaver, þá finnst ótrúlega gaman þegar ég skil þau ekki strax, verð að velta þeim aðeins fyrir mér. En að lokum verð ég að skilja þau, annars kemst ég ekki framhjá þeim til að skoða næsta málverk
. Ég er ótrúlega lúnkin við að túlka ljóð og texta, en verð að velta myndunum aðeins fyir mér. Enda er listin líka svo skemmtileg, það sér engin eins. En ef við víkjum okkur aftur að ljóðunum, þá hef ég lært ljóðatúlkun í einum íslenkuáfanganum í fjölbraut. Ekkert smá skemmtilegur áfandi. Við áttum að fara með ljóð, túlka ljóð, semja ljóð, þetta var æði. Ég hef aldrei fengið eins háa einkunn í neinum íslenskuáfanga, hvorki fyrr né síðar eins og ég fékk í þeim áfanga
.
Yfir í allt annað, það er ekki hlustandi á útvarpið á morgnanna. Það er endalaust blaður á öllum stöðvum, nema útvarp Latabæ. Það má nú milli vera með þetta blaður um ekki neitt oft á tíðum. Núna tvo síðustu morgna hef ég hlustað á útvarp Latabæ á leiðinni í ræktina. þvílíkur fílíngur, að hlusta á pálínu með prikið að koma sér í gírinn fyrir ræktina. Ég er svo aftarlega á merinni, ég er ekki með geislaspilara í bílnum mínum. Ég þori varla að segja frá þessu, nú geng ég með hauspoka það sem eftir er af árinu
. Ef það er e-h afsökun þá keypti ég bílínn af gömlum hjónum, þau hafa alveg örugglega ekki verið að spá í að fá sér geislaspilara. Þetta stendur samt sem áður til bóta. Vil samt ekki fá mér e-h ódýrt drasl, það verður að heyrast e-h í þessu, láta góðan bassa og svona
. Þó ég sé ekki með spilara í bílnum eru græurnar góðar
. ÆÆii nú skipti ég um umræðuefni.
Ég ætlaði að taka svo geðveika brennslu í fyrramálið, var að lyfta í morgunn. En þar sem ég fer ekki á æfingu á morgunn fyrr en rétt undir hádegi, tek ég aðra lyftingar æfingu. Ætla ekki að vera brenna því sem ég var að borða um morguninn, ætla frekar að nýta það í uppbyggingu vöðva. Annars færi ég í brennslu á fastandi maga,að brenna fituforða, en ekki kaloríum sem ég var að borða fyrr um morguninn. Svona einfalt er þetta. Smá fræðsla, þegar maður lyftir verður maður að vera búin að borða, annars getur maður ekki tekið á öllu sínu. það vantar orkuna til þess og ÞÁ NÁIÐI MINNI ÁRANGRI og hananú. Stelpur sem borðið ekkert fyrir æfingar, eða borðið helst ekkert af því þið ætlið að vera mjóar á einum sólahring. Fyrir það fyrsta, þá er ekki fallegt að vera mjór. Mikið fallegra að hafa flottar línur og hraustlegt útlit, í staðin fyrir að vera hvít eins og draugur af næringarskort. Og eitt sem skiptir líka máli, strákarnir vilja hafa e-h til að klípa í, annars gætu þær bara fundið sér fuglahræðu að riðlast á. Þetta er staðreynd. Nú er ég hætt, ef ykkur finnst leiðinlegt að lesa þetta æfingar bull, í blogginu mínu, getiði hætt hvenær sem er og ath hvort það sé e-h skemmtilegra næsta dag
. Mér finnst þetta alveg frábært, og algjör forréttindi að hafa fjárhagslegt svigrúm til að leyfa sér að stunda líkamsrækt. Það er fullt af fólki sem langar að æfa, en hefur ekki peningana til þess, hvað þá heilsu. Bíddu bíddu ég ætlaði að vera hætt er það ekki? Góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.