9.10.2006 | 18:00
Mánudagu 9. október. 2006
Halló halló
Nei,nei ég er ekki tínd og tröllum gefin,og var ekki heldur sogin upp af geimverum. Það er bara búið að vera mikið að gera hjá mér þessa helgi, og ekki gefið mér tíma til að blogga. Enda þekki ég mig það vel og veit, ef ég byrja, þá blaðra ég endalaust, eins og þið hafið kynnst. Svo ég byrji nú, þá fór ég á Footloose í gær, HOLY SHIT hvað þetta var flott sýning. Dansarnir voru geðveikir. Ég veit ekki hvað það er, en mér hefur alltaf fundist stráka dansarar svo mikið flottari heldur en stelpu dansarar. Kannski af því það er sjaldgæfara að sjá góðan stráka dansara með flotta takta. Ég mæli eindregið með þessarri sýningu. Taladi um sýningar og stráka með flotta danstakta, þá er Jónsi í svörtum fötum einn af þeim. Mér var hugsað til þess, af hverju hann var ekki fengin með í þennan söngleik. Hann hefur tekið þátt í tveimur söngleikjum að mér vitandi. Hann er með ótrúlega flotta rödd og danstakta. Hann hefði sett góðan svip á Footloose.
Yfir í annað, ég náði því fara og kaupa mér föt fyrir helgi. Fór svo aftur á laugardaginn og keypti pínu meira, það var alveg óvart. ÉG var á kaffihúsi í Kringlunni með Ellý vinkonu á laugardaginn, við ákváðum að kíkja aðeins í búðirnar. Ellý náði að vera aðeins eins og til stóð, en þetta aðeins, varð að 4 klukkutímum hjá mér. Hefði kringalan ekki verið að loka, hefði ég alveg getað verið lengur. Það er svo gaman að kaupa föt.
Annað, ég fór á konukvöldið á fimmtudaginn það var rosalega gaman. Friðrika vinkona var engin smá skutla. Væri ég karlmaður hefði ég fengið BÓNER DAUÐANS hún var svo flott. En þar sem þetta var konukvöld var engum karlmanni heypt inn, nema þeim sem tóku þá í skemmtiatriðunum. Þeir voru ekki af verri endanum, það var sjálf slökkvuliðið, getið rétt ímyndað ykkur lætin í stelpunum. Karlmenn í einkennisklæðnaði, konur verða veikar, ég hef reyndar aldrei skilið það.
Annað, sáuði tunglið á föstudaginn, rosalega var það flott. það var næstum fullt á fimmtudaginn,alveg fullt á föstudaginn rosalega flott. Ég spái rosa mikið í þessu, Regnboganum, Tunglinu og Norðurljósunum. Þegar ég var yngri, átti ég það til að leggjast á jörinna, búa til engil í snjónum og horfa á Tunglið, stjörnurnar og Norðurljósin. Á daginn var það Regnboginn, þar að segja á sumrin og haustin. Ég held reyndar að flest börn virði þetta fyrir sér á vissum aldri. Við verðum bara misjafnlega heilluð af þessu.
Annað, fór út að djamma á laugardaginn. Það er nú langt sýðan ég hef fengið svona mikla athyggli. Hlýtur að hafa verið toppurinn sem ég var að kaupa mér, vel opin í bakið. Ég hitti strák sem eyddi 10-15 mínútum í að segja mér hvað ég er falleg og mikill kroppur, ég fengi hreint ekki að sleppa frá honum. Ég slapp nú samt. Svo fékk ég nokkra óvænta kossa frá hinum og þessum án þess að fá að ráða nokkru um það sjálf. Kossarnir komu eins og þrumur úr heiðskýru lofti, veit ekki einu sinni hverjir þetta voru. Ég hlýt að vera svona gaaaasalega ómótstæðileg.. Það hefur greinilega orðið e-h breyting á hjá mér. Það kom til mín strákur á brettið um daginn. Hann var búinn að sjá mig í salnum og langaði að heilsa mér, en ég gaf víst ekki færi á mér, þannig hann slepti því. Lét svo vaða þegar ég var komin á bretti og sagði mér þetta þá. Honum hafi langað heilsa mér en ég ekki gefið færi á mér. Ég kom af fjöllum, ég er nefninlega svo opin og er alltaf spjallandi við alla. Veit ekki einu sinni hvað fólk heitir fyrr en löngu seinna oft á tíðum. Þetta kom mér mjög á óvart, hef örugglega verið mikið hugsin og virkað fráhrindandi, eða e-h, veit það ekki..... Ég er nú ekki mikið fráhrindandi ef karlenn koma héðan og þaðan og smella á mig kossi, hvort sem það er á kinnina eða munninn.
Annað, ég er nú alveg efni í heila brandara bók. Ekki það ég lumi á svo mörgum brandörum, langt því frá. Kann ekki einu sinni að segja þá, þeir verða svo flatir hjá mér það kemur aldrei punktur. Ég hef mína kenningu af hverju ég geti ekki sagt brandara, hún er svo egósentrísk að ég neita láta hana vaða. Það sem ég ætlaði að segja, muniði myndarlega manninn sem kom með blómið um daginn til mín upp að dyrum, sem reyndist svo vera safna peningum fyrir e-h land. það kom reyndar í ljós þegar hann var búinn að rétta mér blómið. Nema hvað, eins og maður gerir lét ég blómið í vatn og lét það vera í vasa á gólfinu. Þetta er svo stórt blóm og var ljótt að sjá það á borði. Það hefur dottið nokkrum sinnum niður, þegar börnin hafa verið að leika sér, alltaf bæti ég vatni á blessað blómið. Svona er þetta búið að vera í tæpar 2 vikur. Núna um helgina var ég komin með frekar mikið leið á blóminu. Ég var að þrýfa og ég nenni ekki að vera með svona drasl á gólfunum þegar ég er að skúra, og ætlaði að henda blóminu. Jújú, þegar ég ætlaði að brjóta stilkinn til að koma blóminu ofan í ruslið, brotnaði hann ekki, ég prófaði að býta í blómið. (Er nú samt ekki vön að gera það) ÞETTA VAR GERVIBLÓM OG ÉG BÚIN AÐ HAFA ÞAÐ Í VATNI Í 2 VIKUR. Alltaf að fylla á vatnið þegar blómið datt um koll. Ég sprakk úr hlátri. Þetta er alveg ótrúlega eðlilegt blóm. En karluglan sem seldi mér blómið, hann var útlendingur og illa talandi hvort sem það var á Íslensku eða Ensku, fyrir utan þá ekki hefði mér dottið í hug að spyrja hvort þetta væri gerviblóm. Ég gat ekki annað en hlegið af sjálfri mér........Um daginn var ég heima hjá mömmu og pabba, pabbi að vinna og ég þurfti e-h að tala við hann og hringi í hann. Ég sat við hliðina á mömmu og vorum að spjalla, þegar mamma sprettur á fætur, hleypur fram og svarar í símann, þá var ég að hringja í hana en ekki pabba.......Ég á það til að vera mjög utan við mig. það er samt bara fyndið, þeir sem þekkja mig best hlægja bara, og segja silla sko og hrista hausinn.
Annað, Elís Viktor fór í söngskólann með pabba sínum á laugardaginn. Við vorum búin að æfa lagið rosalega vel. Hann valdi sér Krummi svaf í klettargjá. Ég á krumma handbrúðu sem ég bjó til í kennaraháskólanum, og er búin að vera með þvílíkt leikrit við að kenna honum textan almennilega. Hann kunnni fyrstu 2 erindin leikandi vel, enda eru þau algengust. En við eigum að taka 4 erindi og erum búin að vera æfa það. Við erum búin að vera syngja fyrir krumma þegar við sjáum hann úti, ég er búin að fræða börnin um krumma, túlka fyrir þau textann og gera þetta mjög spennandi. Ótrúlega gaman.
Jæja ég gæti haldið áfram að blaðra, en ætla láta þetta gott heita þangað til á morgunn. Læt myndirnar inn í kvöld eða á morgunn. Ég tók 170 myndir yfir 4 daga ætla velja e-h gott úr handa ykkur þarf að eyða út nokkrum mynda möppum til að búa til meira pláss. Reyni að koma þessu inn sem fyrst elskurnar...... Sorry hvað er langt síðan ég bloggaði síðast, búin að fá nokkrar símhringingar, fólk að ath hvort e-h hafi komið fyrir. Ekkert svoleiðis sem betur fer.
Athugasemdir
Hheheheehehe geggjo skemmtilegt blogg.. takk fyrir allt Silla mín.. oh ég hefði svo viljað vera lengur á djamminu þarna á laugardaginn.. Ellý símasnillingur.. piff.. láta þetta skemma fyrir okkur annars frábæru kvöldi.. sorry ástin mín.. En jáhá... það er nú ekkert skrítið að strákarnir láta þig ekki vera.. og hrósandi þer hægri vinstri enda GULLFALLEG stelpa ;o) farðu vel með þig sæta... síjúúúúú....
Ellý (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.