Föstudagur 13. október.2006

HæhæGlottandi

Ooohhh vitiði hvað, það er búið að keyra á bílinn minn. Tók eftir þessu fyrr í vikunni og að sjálfsögðu var keyrt í burtuÓákveðinn. Það er alveg góð dæld í honum, bílstjóramegin, aftarlega, nánast við afturljósið. þetta hefur líklega gerst þegar viðkomandi var að keyra í, eða fara úr stæði. Tók eftir þessu þegar ég kom af Footloose síðasta sunnudag. Þannig þetta hlýtur að hafa gerst þar, ég tek nú yfirleitt vel eftir, og svona lagað færi ekki framhjá mér á mínum eigin bíl. Ég skil ekki hvernig fólk hefur samvisku í að keyra í burtu af vettvangi án þess að skilja eftir nokkrar einustu upplýsingarÓákveðinn. Ég gæti ekki sofnað á kvöldin ef ég myndi gera svona lagað. Ég fengi svo rosalega mikið samviskubit. Það er vonandi að sá hinn sami hafi tekið niður bílnúmerið mitt og leiti mig uppi, þó ég telji það nú harla ólíklegt úr þessuÖskrandi.

Annað, Einn félagsráðgjafinn sem ég vinn með, hringdi í mig í dag og bauð mér að taka að mér tvo skjólstæðinga. Þetta er stórt og mikið mál, ég hef ekki fengist við svona mál áður, en ákvað að taka það að mér. Þetta er heilmikil áskorun fyrir mig og afskaplega þroskandi viðfangsefni. Ég fékk pínu hnút í magann eftir að ég hafði kvatt félagsráðgjafann, hvað ég væri nú að koma mér í. En ég hefði aldrei tekið þetta að mér, ef ég teldi mig ekki ráða við þetta. Ég er nefninlega þannig, ef mér finnst ég eitthvað vera að klóra mig áfram, legg ég ennþá meira á mig. Ég er ekki með neitt hálfkák við hlutina, annað hvort geri ég þá í botn eða ekki neitt. Þarna er samviskan að verki, ég er svo ótrúlega samviskusöm í einu og öllu. Enda er ég alltaf á undan sjálfri mér í flest öllu, þar kemur virknin líka til sögunnarGlottandiUllandiBrosandi. Ein besta setning sem ég hef heyrt er, silla þú ert eins og sápa, ég næ þér aldrei, GETUR STOPPAÐ Í EINA MÍNÚTU Á MEÐAN ÉG TALA VIÐ ÞIG. Það var að vísu í öðru samhengi. En það getur vel verið með þetta nýja mál, að ég þurfi að drekkja mér í sálfræðibókunum á kvöldin til að halda rétt á spöðunum, veit það ekki kemur í ljós. En þá mun ég gera það, læt aldrei bendla mér við illa unnið verk. Ég lít á lífið þannig að maður eigi að halda áfram, taka áskorunum, ögra sjálfum sér upp að vissu marki, þannig þroskast maður og kemmst áfram í lífinu, hjakkar ekki alltaf í sömu sporunum. Líkt og þegar maður lyfir lóðum.  Maður byrjar létt, aðeins þyngra, svo vel þungt, þannig maður erfiðar svolítið við það, og þarf að leggja vel á sig til að geta lokið öllum 12 repsunum. Ef maður ætlar að þroskast áfram í þessu lífi verður maður að leggja á sig til að komast áfram, ekki satt. Verkefnin eru misjafnlega þung sem við tökum að okkur, en þyngjast væntalega jafnt og þétt, hjá þeim sem líta á lífið svipað og ég, að staðna ekki. Þetta er kannski fáránleg samlíking, veit það ekki.  Ég er allavegana ekkert fyrir að hjakka í sömu sporunum, ég vil fara áfram og geri þaðBrosandi.

Annað, Elís Viktor ætlar að fara til Tuma á morgunn og vera hjá honum yfir nótt, engin smá tilhlökkun, hann er búin að telja niður dagana. Alla þessa viku hefur hann farið heim með vinum sínum eftir leikskóla. þetta er alveg þvílíkt sport hjá krökkunum í elsta hópnum á deildinni, semsagt krökkunum sem eru að fara í skóla næsta haustBrosandi........ Lísa María ætlar að nota tækifærið og fá vinkonu sína í heimsókn, þá fá þær að vera í friði við e-h stelpudundurGlottandi. Ætlum að elda góðan mat og svo ætla ég að leifa þeim að taka sér dvd mynd og hafa kósýGlottandi.

Annað, það er gaman að segja frá því, hann sonur minn er starx komin í kvennavandræði. Hann á semsagt kærustu sem heitir stella og er 5 ára eins og hann, þau eru saman á leikskólanum. Það er búið að opinbera það formlega fyrir okkur mæðrun, og var get einn morguninn þegar við hittustum í fataklefanum í leikskólanum, að þau væru kærustupar. Þau halda alveg farst í þetta og hafa gert í nokkrar vikur. Hún hleypur alltaf á eftir honum og reynir að kyssa hann. Nema hvað, einn eftirmiðdaginn eftir leikskóla kom hann til mín og sagði. Mamma hvað get ég eiginlega gert í málinu? Hvaða máli? Með hana Stellu, hún er alltaf að kyssa mig. Byrjar snemmaGlottandiBrosandi.

Jæja elskurnar ætla halda áfram að hlaða inn myndum fyrir ykkur, 10 dagar í atburðinnGlottandi. Góða nótt elskurnarBrosandi...... Eitt en, sáuði kvöldsólina í gær, rosalega var hún falleg. Og í dag var RegnbogadagurGlottandi, Regnboginn var alltaf öðru hverju í allan heila dag. ótrúlega bjartur og flottur mér finnst þetta svo yndislegt, ég alveg snýst í hringiUllandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband