17.10.2006 | 00:33
Mánudagur 16. Október.2006
Hæhæ.
Alveg var þetta frábær helgi, Elís Viktor gisti hjá Tuma á laugardaginn og var svo boðið í bíó með þeim á sunnudaginn, ég mátti ómögulega borga fyrir barnið mitt bíóferðina. Það var bara sagt við mig"viltu hætta þessu og leifa okkur að bjóða honum". Ég lét það eftir þeim. Við mæðgur höfðum það ótrúlega gott saman, við elduðum góðan mat í sameiningu, tókum okkur dvd og höfðum það gott. Fórum svo tvær í bíó á sunnudeginum á meðan Elís Viktor var í bíó með Tuma. Þegar Elís Viktor kom heim fórum við í afmæli til Rannveigar systir, hún á afmæli 15 okt. Vog eins og stóra systir. Aftur að dvd myndunum. Lísa María tók sér eina mynd og ég eina, var ekkert alveg viss hvort ég myndi horfa á mína mynd. Ég er svo lítið fyrir að horfa á sjónvarp. það hefur svo oft komið fyrir að ég taki mér mynd og gleymi að horfa á hana eða hafi ekki tíma til þess. Allavegana, ég tók mér mynd og HORFÐI Á HANA. Sem betur fer, eftir að Lísa María var sofnuð. Ég hef aldrei séð eins innilahldslitla mynd, söguþráðurinn var nánast enginn. En það er sjaldan sem ég hef setið jafn NELGD Í SÓFANN og yfir þessarri mynd. Þessi mynd heitir "Lie with me". Eins og ég segi er söguþráðurinn nánast enginn, en sjón er sögu ríkari.
Jæja þessa viku ætla ég að nota í að finna mér sófaborð og sjónvarpsskáp. Byrjaði í dag á því að fara í Egg, rosalega er þetta flott verslun og vel sett upp. Sófarnir eru magir hverjir alveg geðveikir. Búsáhöldin eru líka rosalega flott hjá þeim. Sá að vísu eitt borð hjá þeim, sem ég varð heit fyrir. Það var bara of stórt, spurning hvort það sé hægt að fá minna. Ætla skoða þetta aðeins, fara í fleiri búðir og sjá. Það er alveg ómögulegt að hafa nánast tóma stofu.
Annað, nú fara fitness keppnirnar að nálgast. Ice fitness 28. október og IFBB 4. Nóvember. Ég hlakka ekkert smá til, mér finnst svo ótrúlega gaman að fara á svona keppnir. Það er svo hvetjandi. Það jafngildir því að fá ca 7 vítamín sprautur í rassinn, nema hvað´, ég væri ekki alveg til í það. Ég ætlaði til Akureyrar síðasta apríl að sjá Íslandmeistara mótið, en fékk engan með mér. Vá hvað ég var svekt, mig langaði svo rosalega að fara, fór árinu áður, ekkert smá gaman og algerlega ÓGLEYMANLEG FERÐ. Þessi ferð var fíflagangur út í eitt, langar ótrúlega mikið næsta apríl. Það er líka svo gaman að koma til Akureyrar. Ég á skildfólk á Akureyri, meira segja mjög náið og hafa alltaf búið á Akureyri og búa þar enn. Í mörg ár á yngri árum spurði ég mömmu og pabba reglulega hvort við gætum ekki flutt til Akureyrar, mér fannst það svo spennandi. Þangað til strákarnir náðu yfirhöndinni og urðu meira spennandi en Akureyrarbær. Gelgjan og strákarnir, ógleymanlegt tímabil. Heimilið mitt var eins og félagsmiðstöð, mamma og pabbi inní öllum málum hjá öllum. Ef e-h var búin að vera óvenju lengi á klósettinu, mátti maður bóka að sá hinn sami var inní stofu hjá mömmu og pabba. Ennþá í dag þegar ég hitti þessa stráka á förnum vegi, spyrja þeir alltaf um mömmu og pabba, hvað sé að frétta af þeim. Gaman að því. Ég á líka svo frábæra foreldra.
Ætla að láta þetta gott heita og fara að sofa. Ég þar af gera svo margt áður en stóra stundin rennur upp, bara 7 dagar eftir, 3 dagar í undirbúning. Ég er með kitl í maganum af spenningi. Jæja góða nótt elskurnar.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.